Man Utd og Dortmund vinna að skiptidíl - Osimhen til Chelsea?
   fim 21. júlí 2022 22:25
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sjáðu hasarinn á Kópavogsvelli í kvöld - „Þessi leikur hefur verið algjört bíó"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik tók á móti Buducnost frá Svartfjallalandi í Sambandsdeildinni í kvöld.

Leiknum lauk með 2-0 sigri Breiðablik en bæði mörkin komu undir lok leiksins. Á þeim tímapunkti voru Blikar orðnir tveimur fleiri eftir að Svartfellingarnir brutu á Jasoni í tvígang.

Þjálfari liðsins lét síðan reka sig upp í stúku undir lok leiksins.

Þegar dómarinn flautaði til leiksloka sauð allt algjörlega uppúr og það myndaðist mikill hasar. Myndband af látunum eftir leik má sjá hér fyrir neðan.

„ÞAÐ ER ALLT AÐ SJÓÐA UPP ÚR HÉRNA!!! ALLIR AÐ REYNA KOMAST Í DAMIR. Þessi leikur hefur verið algjört bíó," skrifaði Arnar Laufdal í textalýsingu leiksins.


Athugasemdir
banner
banner
banner