Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   fim 21. júlí 2022 10:11
Elvar Geir Magnússon
Úkraínskur flóttamaður dæmir Evrópuleikinn í Kópavogi
Shurman með úkraínska fánann utan um sig.
Shurman með úkraínska fánann utan um sig.
Mynd: Getty Images
Denys Shurman.
Denys Shurman.
Mynd: Getty Images
Breiðablik mætir Buducnost Podgorica frá Svartfjallalandi í fyrri viðureign liðanna í 2. umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar í kvöld. Leikurinn fer fram á Kópavogsvelli og hefst klukkan 19:15.

Úkraínski dómarinn Denys Shurman dæmir leikinn en hann er flóttamaður. Shurman og fjölskylda hans flúðu til Þýskalands þegar Rússar réðust inn í heimaland þeirra.

„Þetta er erfið staða fyrir mig og fyrir landið mitt," sagði Shurman í viðtali í Þýskalandi fyrr á árinu en hann er nú búsettur í Hamburg og hefur verið að dæma leiki hjá áhugamannaliðum í Þýskalandi eftir að hann flúði stríðsástandið.

„Í mínum huga var ekkert annað í stöðunni en að flýja. Ég gerði það fyrir fimm ára son minn sem þarf á sérstakri læknismeðferð að halda. Þegar ég dæmi leiki þá hef ég tækifæri til að hugsa um annað en striðið í tvær klukkustundir," sagði Shurman.

„Á hverjum degi vona ég að stríðinu ljúki. Þá munum við samstundis snúa aftur heim."

Patrick Ittrich, dómari í þýsku Bundesligunni, hefur hugsað vel um Shurman og fjölskyldu hans síðan þau komu til Þýskalands.

Það verða bara Þjóðverjar með Shurman í dómarateyminu í kvöld. Eduard Beitinger og Dominik Schaal eru aðstoðardómarar leiksins og Daniel Schlager fjórði dómari.

Víkingur verður einnig í eldlínunni í kvöld en liðið mætir TNS í fyrri viðureign liðanna. Dómarateymi frá Slóvakíu verður á þeim leik en aðaldómarinn heitir Peter Kralovic.
Athugasemdir
banner
banner