Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   sun 21. júlí 2024 10:00
Brynjar Ingi Erluson
Newcastle kaupir ungan varnarmann frá Serbíu (Staðfest)
Mynd: Newcastle United
Serbneski varnarmaðurinn Miodrag Pivas er genginn til liðs við Newcastle United frá FK Jedinstvo Ub.

Pivas er 19 ára gamall miðvörður en spilaði sem varnarsinnaður miðjumaður á síðustu leiktíð er Jedinstvo kom sér upp í serbnesku úrvalsdeildina.

Hann á að baki 7 landsleiki fyrir U17 ára landslið Serbíu og yfir 40 leiki í meistaraflokki með Grodig og Jedinstvo.

„Það er ótrúlegt að vera að ganga til liðs við jafn stórt félag og Newcastle United og get ég ekki beðið eftir því að koma mér af stað. Ég sé það verkefni sem er í gangi hjá félaginu og hjálpaði það að sannfæra mig um að skrifa undir.“

„Ég sé að það er góð þróun á ungum leikmönnum og væri ég til í að fara sömu leið, það er að segja þróa leik minn og komast í aðallið Newcastle,“
sagði Pivas við heimasíðu félagsins.


Athugasemdir
banner