Ejub Purisevis, þjálfari Víkings Ó., var þokkalega sáttur með 2-2 jafntefli gegn Fjölni í Pepsi deild karla í kvöld.
„Mér finnst við rosalega flottir, sérstaklega fyrsta hálftímann. Svo fáum við rautt spjald. Við spiluðum leikinn í heildina mjög vel, skynsamir og mjög skipulagðir og eigum skilið að fá þetta stig," segir Ejub.
Ólafsvíkingar léku allan seinni hálfleikinn manni færri eftir að Emir Dokara fékk rautt spjald í uppbótartíma fyrri hálfleiksins.
„Það var aldrei spurning að þetta var brot en mér fannst hann gera miklu meira úr þessu en tilefni var til. Það var mjög erfitt og sárt að fá þetta rauða spjald."
Nánar er rætt við Ejub í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir