Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 21. ágúst 2019 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Stuðningsmenn Man Utd oftast handteknir fyrir kynþáttafordóma
Pogba hefur aðeins skorað úr 7 af 11 vítaspyrnum sínum í ensku úrvalsdeildinni. Hann hefur þó skorað 24 mörk og lagt 25 upp í 97 leikjum.
Pogba hefur aðeins skorað úr 7 af 11 vítaspyrnum sínum í ensku úrvalsdeildinni. Hann hefur þó skorað 24 mörk og lagt 25 upp í 97 leikjum.
Mynd: Getty Images
Lögreglan á Englandi opinberaði tölur yfir knattspyrnutengdar handtökur fyrr í sumar og kom í ljós að stuðningsmenn Manchester United hafa oftast verið handteknir fyrir kynþáttafordóma.

Mikil barátta er í gangi gegn kynþáttafordómum og hefur það gerst nokkrum sinnum á þessu tímabili að hörundsdökkir úrvalsdeildarleikmenn fá viðbjóðsleg skilaboð og morðhótanir.

Það gerðist með Tammy Abraham, sóknarmann Chelsea sem klúðraði vítaspyrnu gegn Liverpool í úrslitaleik Ofurbikarsins, og Paul Pogba sem klúðraði vítaspyrnu í 1-1 jafntefli gegn Wolves um síðustu helgi.

Samkvæmt tölfræðinni, sem telur frá tímabilinu 2014-15 til 2017-18, voru langflestir stuðningsmenn sem handteknir voru fyrir kynþáttafordóma frá Manchester United.

Þeir voru 27 talsins en næstu félög fyrir neðan eru Leeds og Millwall með 15 handtekna, Leicester með 14 og Chelsea 13.

„Tölfræðin nær til 0,0004% stuðningsmanna okkar sem mæta á leiki. Þetta endurspeglar ekki skoðanir eða hegðun stuðningsmanna okkar á neinn hátt," segir í yfirlýsingu frá Man Utd.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner