Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 21. ágúst 2019 15:30
Elvar Geir Magnússon
Rivaldo: Var ekki pláss fyrir Coutinho
Coutinho hress og glaður á æfingu hjá Bayern.
Coutinho hress og glaður á æfingu hjá Bayern.
Mynd: Getty Images
Goðsögnin Rivaldo segir að það hafi verið vonbrigði að sjá Philippe Coutinho yfirgefa Barcelona. Brasilímaðurinn gerði eins árs lánssamning við Bayern München.

Coutinho kom til Börsunga frá Liverpool í janúar 2018 en náði ekki almennilegum hæðum á Nývangi.

Rivaldo, sem er fyrrum leikmaður Barcelona, telur að vegna Lionel Messi hafi ekki verið pláss fyrir Coutinho.

„Ég hafði mikla trú á Coutinho og að hann myndi njóta velgengni hjá Barcelona. En hann var ekki að finna sig og það eru mér vonbrigði að hann hafi ekki náð að eigna sér fast sæti," segir Rivaldo.

„Gleðin virtist vera farin og hann ákvað að fara í annað félag og reyna aftur að ná upp sama takti og hjá Liverpool. Það er aldrei auðvelt að finna pláss í liðinu þegar Lionel Messi tekur allt kreditið og ábyrgðina."

„Messi er leiðtogi liðsins og verður áfram í fremstu röð í þrjú eða fjögur ár svo það gerir öðrum leikmönnum erfiðara að skína hjá Barcelona."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner