Fimm stór félög að eltast við Semenyo - Man Utd í viðræðum um nítján ára miðjumann - Arsenal hefur áhuga á leikmanni AC Milan
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
   mán 21. september 2020 22:11
Ármann Örn Guðbjörnsson
Jón Þórir: Þetta var virkilega svekkjandi
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Þórir, þjálfari Fram stýrði sínum mönnum í hádramatísku 2-1 tapi gegn Grindavík í Safamýrinni í kvöld. Framarar voru ýfið betri í leiknum en inn vildi boltinn ekki og fengu þeir sigurmark leiksins í andlitið á 93 mínútu leiksins.

Lestu um leikinn: Fram 1 -  2 Grindavík

"Þetta var virkilega svekkjandi eftir þessa yfirburði og þá sérstaklega í seinni hálfleik en þessi leikur snýst um að skora mörk og í dag skoraði Grindavík meira en við og við náðum ekki að nýta færin sem við fengum í seinni hálfleiknum og því fór sem fór"

Framarar stýrðu stórum parti af seinni hálfleiknum og óðu í færum en þeim gekk illa að ná skoti á markið.

"Við fengum alveg góð færi til að skora og stundum vantaði bara aðeins uppá að klára færin betur en það sem mér finnst hafa farið úrskeiðis er að við vorum of oft að reyna einhverja úrslitasendingu í gegn þegar við hefðum bara þurft að koma boltanum út í breiddina og koma með hann fyrir markið"

Fred framlengdi í dag við Fram til næstu tveggja ára en hann var búinn að vera í umræðunni síðustu daga eftir að hafa fengið auka leik í bann við litla hrifningu Framara. 

Viðtalið má sjá í heild sinni hérna fyrir ofan
Athugasemdir
banner
banner
banner