Greenwood orðaður við Liverpool - Bournemouth vill Nwaneri lánaðan - Glasner ræðir við Palace áður en hann tekur ákvörðun
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
   mán 21. september 2020 22:11
Ármann Örn Guðbjörnsson
Jón Þórir: Þetta var virkilega svekkjandi
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Þórir, þjálfari Fram stýrði sínum mönnum í hádramatísku 2-1 tapi gegn Grindavík í Safamýrinni í kvöld. Framarar voru ýfið betri í leiknum en inn vildi boltinn ekki og fengu þeir sigurmark leiksins í andlitið á 93 mínútu leiksins.

Lestu um leikinn: Fram 1 -  2 Grindavík

"Þetta var virkilega svekkjandi eftir þessa yfirburði og þá sérstaklega í seinni hálfleik en þessi leikur snýst um að skora mörk og í dag skoraði Grindavík meira en við og við náðum ekki að nýta færin sem við fengum í seinni hálfleiknum og því fór sem fór"

Framarar stýrðu stórum parti af seinni hálfleiknum og óðu í færum en þeim gekk illa að ná skoti á markið.

"Við fengum alveg góð færi til að skora og stundum vantaði bara aðeins uppá að klára færin betur en það sem mér finnst hafa farið úrskeiðis er að við vorum of oft að reyna einhverja úrslitasendingu í gegn þegar við hefðum bara þurft að koma boltanum út í breiddina og koma með hann fyrir markið"

Fred framlengdi í dag við Fram til næstu tveggja ára en hann var búinn að vera í umræðunni síðustu daga eftir að hafa fengið auka leik í bann við litla hrifningu Framara. 

Viðtalið má sjá í heild sinni hérna fyrir ofan
Athugasemdir
banner