Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 21. september 2020 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ravel Morrison á leið til Hollands
Ravel Morrison.
Ravel Morrison.
Mynd: Getty Images
Samkvæmt hollenskum fjölmiðlum er miðjumaðurinn Ravel Morrison að skrifa undir samning hjá hollenska úrvalsdeildarfélaginu ADO Den Haag.

Morrison var á mála hjá Sheffield United á síðustu leiktíð og spilaði einn leik í ensku úrvalsdeildinni. Hann yfirgaf félagið í sumar og hefur verið að leita sér að öðru félagi.

Miðjumaðurinn þótti gríðarlega efnilegur þegar hann var að koma upp hjá Manchester United en fótboltaferill hans hefur ekki alveg gengið upp.

Hann hefur á síðustu árum spilað á Ítalíu, í Mexíkó og í Svíþjóð. Núnar bætir hann við Hollandi á þann lista.

Morrison er 27 ára gamall.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner