Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 21. september 2021 10:27
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kessie eða Ndombele í stað Pogba? - Marquinhos til Real
Powerade
Franck Kessie
Franck Kessie
Mynd: Getty Images
Verður Pogba áfram?
Verður Pogba áfram?
Mynd: Getty Images
Slúðurpakkinn er tekinn saman af BBC og er í boði Powerade.



Manchester United er með augu á Fanck Kessie (24) miðjumanni AC Milan sem mögulegan arftaka Paul Pogba (28) ef sá franski yfirgefur félagið. (Mundo Deportivo)

Tanguy Ndombele (24) hjá Tottenham er annar leikmaður sem Manchester United er að íhuga ef Pogba yfirgefur United næsta sumar. (Calciomercato)

Juventus er ekki að skoða að fá Pogba aftur frá United. (Tuttomercatoweb)

Andreas Christensen (25) er klár í að skrifa undir nýjan samning við Chelsea og hækka sig upp í 120 þúsund pund í vikulaun úr 78 þúsund pundum. (Sun)

Juventus og Atletico Madrid fylgjast með Bukayo Saka (20) vængmanni Arsenal. (Calciomercato)

Real Madrid undirbýr tilboð í Marquinhos (27) hjá PSG. (Fichajes)

Leeds hefur áhuga á Noa Lang (22) vængmanni Club Brugge. (Football Insider)

Fiorentina er að reyna framlengja samninginn við Dusan Vlahovic (28) sem Tottenham var orðað við í sumar. (Gazzettan)

Danny Drinkwater viðurkennir að ferill sinn hjá Chelsea hefur verið hræðilegur. Drinkwater (28) er nún á láni hjá Reading, hans fjórði lánssamningur frá komu sinni til Chelsea. (Talksport)

Inter Milan vill losa Alexis Sanchez (32) og Real Betis og Sevilla hafa áhuga. (InterLive)

Roma hefur áhuga á Diogo Dalot (22) bakverði Man Utd og gæti reynt að kaupa hann í janúar. (Calciomercato)

Yves Bissouma (25) segir að það var ekki rétti tímapunkturinn að fara frá Brighton í sumar. Hann dreymir um að spila í Meistaradeildinni. (Heimasíða Brighton)
Athugasemdir
banner
banner
banner