Janúartilboð frá Liverpool í Kerkez og Zubimendi - Forest vill Ferguson - Man Utd hefur áhuga á Raum og Yildiz
   fim 21. september 2023 09:15
Elvar Geir Magnússon
Áhorfandi þurfti læknisaðstoð í Víkinni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Undir lok leiks Víkings og KR í Bestu deild karla í gær kom upp atvik í áhorfendastúkunni þar sem einstaklingur þurfti læknisaðstoð. Læknar og sjúkraþjálfarar liðanna mættu í stúkuna og þá var sjúkrabíll kallaður á vettvang.

„Við þá gesti Víkinnar sem urðu vitni að atvikinu viljum við koma því á framfæri að einstaklingurinn sem um ræðir er við góða heilsu. Einnig viljum við koma á framfæri þakklæti í garð þeirra sem brugðust hratt við og aðstoðuðu einstaklinginn og aðstandendur af einstakri nærgætni," segir í tilkynningu frá Víkingi sem birt er á samfélagsmiðlum félagsins.

„Fjölskylda viðkomandi vill koma þökkum á framfæri til allra sem að þessu komu. Víkingur sendir fjölskyldunni einnig sínar bestu kveðjur."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner