Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 21. október 2019 13:58
Elvar Geir Magnússon
Finnst ekki eðlilegt hvernig Afturelding ráðstafar tekjum
Arnar segist sjálfur hafa lagt út pening í búnað, leikgreiningar og leikmannakostnað félagsins.
Arnar segist sjálfur hafa lagt út pening í búnað, leikgreiningar og leikmannakostnað félagsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Afturelding og Arnar Hallsson náðu ekki samkomulagi um að hann myndi halda áfram þjálfun liðsins í Inkasso-deild karla.

Í bréfi sem Arnar sendi leikmönnum liðsins og Fótbolti.net hefur undir höndum segir Arnar að sú ákvörðun sín að framlengja ekki við félagið hafi verið mjög þungbær. Hann þakkar leikmönnum fyrir afar ánægjulegt samstarf.

Hann segir að ósætti um hvernig ráðstafa ætti tekjum sem koma inn úr starfi meistaraflokksins hafi verið helsta ástæða þess að hann ákvað að framlengja ekki, tekjur af sölu leikmanna.

Þá segist hann sjálfur hafa lagt út pening í búnað, leikgreiningar og leikmannakostnað félagsins.

„Ég lagði áherslu á að þessir peningar færu í það að efla starfið og bæta umgjörðina. Um það náðist ekki sátt. Mér finnst ekkert eðlilegt að ég persónulega kaupi gps kerfi, leikgreiningar og taki þátt í leikmannakostnaði og svo þegar tekjur koma af sölu leikmanna þá fari þeir peningar ekki í að efla starf mfl félagsins. Í þannig umhverfi mun ég ekki getað náð þeim markmiðum sem ég setti mér og því hef ég ákveðið að hætta þjálfun mfl," segir Arnar meðal annars í bréfinu.

Undir stjórn Arnars Hallssonar komst Afturelding upp úr 2. deildinni í fyrra og hélt sér uppi í Inkasso-deildinni í ár. Ekki er ljóst hver mun taka við þjálfarahlutverkinu í Mosfellsbæ.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner