Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 21. nóvember 2019 09:00
Magnús Már Einarsson
Margir á óskalista Mourinho
Powerade
Bale er orðaður við endurkomu til Tottenham.
Bale er orðaður við endurkomu til Tottenham.
Mynd: Getty Images
Eriksen gæti framlengt.
Eriksen gæti framlengt.
Mynd: Getty Images
Sander Berge er orðaður við Liverpool og Chelsea.
Sander Berge er orðaður við Liverpool og Chelsea.
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho og Mauricio Pochettino koma talsvert við sögu í slúðurpakka dagsins en hann er í lengri kantinum í dag!



Jose Mourinho, nýráðinn stjóri Tottenham, vill fá Gareth Bale (30) til félagsins frá Real Madrid. Mourinho vildi fá Bale til Manchester United á sínum tíma. (AS)

Mournho vill líka fá Bruno Fernandes (25) miðjumann Sporting Lisabon, Ruben Dias (22) miðvörð Benfica og Nemanja Matic (31) miðjumann Manchester United. (Independent)

Martin Keown, fyrrum varnarmaður Arsena, telur að félagið eigi að íhuga að ráða Mauricio Pcohettino í stjórastólinn. (Mail)

Barcelona og Bayern Munchen ætla að reyna að fá Pochettino. (Sun)

Pochettino skildi eftir kveðjubréf til leikmanna en hann fékk ekki tækifæri til að kveðja þá í persónu. (Sun)

Christian Eriksen (27), Toby Alderweireld (30) og Jan Vertonghen (32) gætu allir skrifað undir nýja samninga hjá Tottenham eftir brotthvarf Pochettinno. Leikmennirnir þrír verða allir samningslausir næsta sumar. (Mirror)

Mourinho hefur sagt Daniel Levy, formanni Tottenham, að Harry Kane (26) megi alls ekki fara frá félaginu. (Mail)

Pierre-Emerick Aubameyang (30) segist ekki hafa framlengt samning sinn við Arsenal ennþá því að hann sé að bíða eftir tilboði fra Barcelona. (Mirror)

Real Madrid ætlar ekki að selja Bale í janúar þrátt fyrir umdeild fagnaðarlæti hans eftir sigur Wales í vikunni. 'Wales, Golf, Madrid, í þessari röð' stóð á fána sem Bale hélt á eftir leikinn. (Marca)

James Maddison (22), miðjumaður Leicester, er að íhuga að skrifa undir nýjan samning þrátt fyrir mikinn áhuga frá Manchester United. (Manchester Evening News)

Arsenal hefur boðið Alf-Inge Haaland, föður Erling Braut Haaland (19) að skoða æfingasvæði félagsins. Erling Braut hefur skorað 22 mörk í 16 leikjum með Red Bull Salzburg á tímabilinu og Arsenal vill krækja í hann. (Metro)

Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, er ákveðinn í að krækja í Haaland. (Mail)

Juventus ætlar að reyna að sannfæra Kylian Mbappe (20) um að hafna Real Madrid og ganga til liðs við félagið. (Sky sports)

Óvíst er hvort Inter nái að fá Olivier Giroud framherja Chelsea í sínar raðir í janúar þar sem launakröfur hans eru háar. (Mail)

Aston Villa ætlar að fá framherja í janúar og er að skoða leikmenn víða. Alfredo Morelos (23) framherji Rangers, er meðal annars á óskalistanum. (The Athletic)

Everton gæti fengið pólska framherjann Krzystof Piatek (24) í skiptum fyrir Moise Kean (19). (Sport Witness)



Manchester City, Everton og Bayern Munchen eru að reyna að fá Dennis Geiger (21) miðjumann Hoffenheim. (Sport1)

Real Madrid og Barcelona vilja bæði fá Milan Skriniar (24) frá Inter. 46,7 milljóna punad tilboði Manchester City í Skriniar var hafnað en hann gæti nú farið á 85 milljónir punda. (AS)

Newcastle, Leicester og Celtic vilja fá Stephane Diarra (20) kantmann Le Mans í frönsku B-deildinni. (Newcastle Chronicle)

Chelsea, Liverpool og Napoli eru á eftir Sander Berge (21) miðjumanni Genk og norska landsliðsins. (Goal)

Arsenal og Liverpool hafa verið orðuð við Kari Adeyemi (17) framherja Red Bull Salzburg. (HITC)

Everton ætlar ekki að kaupa miðvörð í janúar þrátt fyrir að Farhad Moshiri eigandi félagsins sé til í að láta góðan pening í það verkefni. (Football Insider)

Unai Emery, stjóri Arsenal þykir líklegastur til að missa starfið í ensku úrvalsdeildinni. (Mirror)

Mauricio Pochettino, fráfarandi stjóri Tottenham, var brjálaður að félagið hafi ákveðið að gefa Amazon leyfi til að gera sjónvarpsþáttaröð um félagið, nokkrum dögum eftir að Daniel Levy, formaður félagsins, neitaði að kaupa kvikmyndatökuvélar á æfingasvæðið til að fylgjast með leikmönnum á æfingum. (The Sun)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner