Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 21. nóvember 2019 14:24
Magnús Már Einarsson
Mourinho hrósaði Pochettino: Hann er alltaf velkominn
Jose Mourinho og Mauricio Pochettino.
Jose Mourinho og Mauricio Pochettino.
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho, nýráðinn stjóri Tottenham, situr þessa stundina fyrir svörum á fréttamannafundinn. Mourinho byrjaði fundinn á að koma með hlý orð um forvera sinn Mauricio Pochettino sem var rekinn í fyrradag.

„Fyrst verð ég, með smá sorg í hjarta, að ræða um Mauricio," sagði Mourinho á fréttamannafundinum.

„Ég verð að hrósa honum fyrir vinnuna sem hann vann hér. Þetta félag verður alltaf heimili hans. Þetta æfingasvæði verður alltaf æfingasvæðið hans, hann getur komið hingað hvenær sem hann vill."

„Dyrnar eru alltaf opnar fyrir hann og miðað við reynslu mína þá kemur nýr dagur á morgun og hann mun finna ánægjuna á nýjan leik."

„Hann mun finna frábært félag aftur og hann á frábæra framtíð fyrir höndum. Hann verður alltaf velkominn."


Fyrsti leikur Tottenham undir stjórn Mourinho verður í hádeginu á laugardag gegn West Ham.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner