Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 21. nóvember 2019 12:22
Magnús Már Einarsson
Pétur Viðars segir vandamál FH hafa auðveldað ákvörðun sína
Pétur Viðarsson.
Pétur Viðarsson.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Pétur Viðarsson, varnarmaður FH, ákvað að leggja skóna á hilluna í dögunum. Hann segir í viðtali við hlaðvarpsþáttinn Fantasy Gandalf í dag að fjárhagsvandamál FH hafi auveldað sér að taka þá ákvörðun.

Umræða hefur verið á þessu ári um vandamál með fjárhaginn hjá FH. Hugi Halldórsson, annar af þáttastjórnendum Fantasy Gandalf, spurði Pétur að því hvort að það hafi spilað inn í ákvörðun sína að hætta að það væri brölt á fjármálunum. „Vandamál klúbbsins? Það auðveldar ákvörðunina, já," sagði Pétur.

„Ég er búinn að funda með FH-ingum og fór á marga fundi með framkvæmdastjóra og formanni í sumar. Ég kom með mínar skoðanir á ákveðnum málum og gerði það við Óla (Kristjáns, þjálfara) líka í lok tímabils. Allt frá mér er komið á það staði sem þá að vera á og svo er klúbbsins hvað þeir gera. Eins og staðan er núna er ég ekki á æfingu eða að spila svo þetta truflar mig ekki neitt."

Steven Lennon, framherji FH, birti í vikunni mynd af syni sínum á Instagram. Við myndina skrifaði Lennon að sonur hans væri að leita að laununum sínum.

„Mér finnst þetta vera eitthvað sem ætti að leysast innan klúbbsins. Lenny verður að svara af hverju hann gerir þetta," sagði Pétur við Fantasy Gandalf.

„Mér finnst þetta eiga að leysast innan klúbbsins. Það eru vandamál klúbbsins að vera ekki búnir að ræða betur við Lenny og leysa hans mál. Ég skil Lenny. Ef hann vill meina að hann sé ekki búinn að fá allt greitt þá gerir hann það sem hann þarf til þess. Mér finnst sorglegt að þetta sé að gerast og þetta er eitthvað sem klúbburinn verður að leysa. Ég veit ekki hvernig þeir ætla að gera það. Hvort formaður eða framkvæmdastjóri séu með lausnir klárar en ég vona innilega að það fari að gerast, sem FH-ingur."

Pétur var spurður hvort hann eigi inni laun hjá FH og þá svaraði hann: „Mér langar ekkert rosalega að tjá mig um það."

Hinn 32 ára Pétur átti langan og glæstan feril með FH en hann varð fimm sinnum Íslandsmeistari með liðinu og einu sinni bikarmeistari. Hann segir að leikmannahópurinn hafi staðið vel saman á tímabilinu.

„Við ræddum þetta mikið í klefanum og það var alltaf eining í liðinu. Við liðsmennirnir stóðum alltaf saman og þjálfararnir voru með okkur. Við vorum að gera okkar allra besta til að ná árangri. Við vorum allir að róa í sömu átt en vorum ekki með stöðugleikann sem þarf til að ná að vinna titil," sagði Pétur í Fantasy Gandalf.

Sjá einnig:
Pétur Viðars leggur skóna á hilluna
Athugasemdir
banner
banner
banner