Arsenal vill kaupa Livramento í sumar - Man Utd með nokkur nöfn á lista - Gallagher að snúa aftur í úrvalsdeildina?
   sun 21. desember 2025 18:46
Ívan Guðjón Baldursson
Túfa tekinn við Värnamo (Staðfest)
Mynd: Varnamo
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Srdjan Tufegdzic er tekinn við þjálfun IFK Värnamo í Svíþjóð eftir að hafa verið rekinn úr starfi hjá Val.

ÍBV bauð Túfa samning sem hann hafnaði til að reyna fyrir sér erlendis. Värnamo endaði á botni efstu deildar sænska boltans í ár og fellur því niður um deild ásamt Öster og Íslendingaliði Norrköping.

   19.12.2025 15:15
Túfa sagði nei við ÍBV og fer líklega út að þjálfa


Túfa er 45 ára gamall og er ekki að starfa í Svíþjóð í fyrsta sinn. Hann stýrði Östers IF og Skovde AIK áður en hann tók við þjálfun Vals.

„Túfa er þjálfari með skýr markmið og mikla samskiptahæfni. Við vonum að hann verði góður kostur til framtíðar," sagði Jörgen Petersson yfirmaður fótboltamála hjá Varnamo. Hann talaði einnig um að meðaldvöl þjálfara hjá félagsliðum í Svíþjóð væru um 14-15 mánuðir og vill Värnamo reyna að breyta því mynstri hjá sér.

Túfa gerir þriggja ára samning við Värnamo sem hefst eftir áramót og gildir út árið 2028.

Túfa lék yfir 100 leiki með KA í íslenska boltanum og varð svo aðstoðarþjálfari liðsins áður en hann tók við sem aðalþjálfari. Hann hefur einnig þjálfað Grindavík hér á landi.



Athugasemdir
banner
banner