Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 22. janúar 2022 18:29
Ívan Guðjón Baldursson
Jonjo Shelvey: Aldrei neinar efasemdir
Mynd: Getty Images
Jonjo Shelvey gerði sigurmark Newcastle gegn Leeds í dag og var himinlifandi að leikslokum. Newcastle þarf að gera allt í sínu valdi til að forða sér frá falli.

„Þetta er risastórt fyrir okkur. Við mættum í þennan leik til að sigra, sérstaklega eftir sigur Norwich í gærkvöldi," sagði Shelvey.

„Ég vissi að ég þurfti að setja skotið í fjærhornið. Ég held að markvörðurinn hafi hjálpað mér svolítið en mark er mark og ég tek því. Við náðum í dýrmæt stig á gríðarlega erfiðum útivelli.

„Við höfum aldrei haft neinar efasemdir. Við erum allir í þessu saman og ætlum að halda okkur uppi."


Eddie Howe stjóri Newcastle tók í svipaða strengi. Hann vonast til að bjarga félaginu frá falli og halda starfinu í sumar.

„Þetta er risastór sigur fyrir okkur. Við spiluðum mjög vel í dag, sérstaklega eftir leikhlé. Við vörðumst ótrúlega vel og vorum sífellt hættulegri í skyndisóknum okkar.

„Við höfum ekki verið nógu góðir að halda í úrslit á tímabilinu og það var mikilvægt að gera það í dag. Við höfum verið að fá mikið af mörkum á okkur undir lokin en í dag leið mér þægilega og vörnin spilaði virkilega vel. Við þurfum að halda svona áfram."


Marcelo Bielsa stjóri Leeds var svekktur að leikslokum sérstaklega í ljósi þess að hann taldi sína menn hafa verið betri.

„Við vorum betri, við stjórnuðum leiknum og fengum nokkur góð færi til að skora sem við nýttum ekki. Við söknuðum Patrick Bamford en við vitum ekki hvenær hann verður klár í slaginn aftur."
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 34 24 5 5 82 26 +56 77
2 Man City 33 23 7 3 80 32 +48 76
3 Liverpool 34 22 8 4 75 34 +41 74
4 Aston Villa 34 20 6 8 71 50 +21 66
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Man Utd 33 16 5 12 51 50 +1 53
7 Newcastle 33 15 5 13 69 54 +15 50
8 West Ham 34 13 9 12 54 63 -9 48
9 Chelsea 32 13 8 11 61 57 +4 47
10 Bournemouth 34 12 9 13 49 60 -11 45
11 Brighton 33 11 11 11 52 54 -2 44
12 Wolves 34 12 7 15 46 54 -8 43
13 Fulham 34 12 6 16 50 54 -4 42
14 Crystal Palace 34 10 9 15 44 56 -12 39
15 Brentford 34 9 8 17 52 59 -7 35
16 Everton 34 11 8 15 36 48 -12 33
17 Nott. Forest 34 7 9 18 42 60 -18 26
18 Luton 34 6 7 21 47 75 -28 25
19 Burnley 34 5 8 21 37 69 -32 23
20 Sheffield Utd 34 3 7 24 33 92 -59 16
Athugasemdir
banner
banner
banner