Cunha orðaður við þrjú félög - Garnacho til Chelsea? - Sjö á óskalistum Amorim - Hvað verður um Rashford? - Chelsea vill risaupphæð
   mið 22. janúar 2025 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Juventus reynir að fá leikmann Chelsea á láni
Renato Veiga.
Renato Veiga.
Mynd: EPA
Juventus hefur gert formlegt tilboð í Renato Veiga, leikmann Chelsea. Ítalska stórliðið er að vonast til að fá Veiga á láni.

Félögin byrjuðu að ræða saman í síðustu viku og núna er komið formlegt tilboð á borðið.

Juventus er á undan Borussia Dortmund í baráttunni um Veiga eins og staðan er núna.

Veiga gekk til liðs við Chelsea frá Basel síðasta sumar en félagið er tilbúið að losa sig við hann núna í janúar. Chelsea borgaði um 14 milljónir evra og hann skrifaði undir sjö ára samning.

Veiga er 21 árs gamall fjölhæfur varnarmaður sem hefur komið við sögu í 18 leikjum í öllum keppnum fyrir Chelsea og skorað tvö mörk.
Athugasemdir
banner
banner
banner