Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 22. febrúar 2020 14:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Azpilicueta: Á að vera auðveldara með öllum endursýningunum
Mynd: Getty Images
Giovani Lo Celso, miðjumaður Tottenham, var ljónheppinn að sleppa við rautt spjald er hann traðkaði á Cesar Azpilicueta, fyrirliða Chelsea, í leik liðanna núna áðan.

Sjá einnig:
Lo Celso slapp við rautt en svo voru mistök viðurkennd

Chelsea vann leikinn 2-1, en að honum loknum sagði Azpilicueta: „Ég er ekki vanur að liggja mikið í jörðinni því ég er harður að mér, en ég gat ekkert gert í því í þetta skiptið. Hann traðkaði á mér, ég fann fyrir því strax."

„Það kom mér á óvart að þetta var ekk rautt spjald, ekki einu sinni gult spjald. Það gera auðvitað allir mistök, en það á að vera auðveldara með öllum endursýningunum að gera þau ekki."

Azpilicueta var annars ánægður með frammistöðuna og sigurinn. „Við sýndum frábæran liðsanda, við erum hópur og verðum að vera tilbúnir í hvern einasta leik."

Chelsea er eftir þennan leik í fjórða sæti með 44 stig, fjórum stigum meira en Tottenham í fimmta sæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner