Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 22. mars 2021 15:10
Hafliði Breiðfjörð
Dusseldorf, Þýskalandi
Arnar Viðars: Mikið að gera hjá leikmönnum næstu daga
Icelandair
Arnar stýrði Íslandi gegn Belgíu í október þegar Erik Hamren og Freyr Alexandersson voru í sóttkví. Hann tók svo við liðinu í vetur þegar þeir hættu.
Arnar stýrði Íslandi gegn Belgíu í október þegar Erik Hamren og Freyr Alexandersson voru í sóttkví. Hann tók svo við liðinu í vetur þegar þeir hættu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við erum að byrja á nýju ævintýri og það verður mikið að gera hjá leikmönnunum næstu daga," sagði Arnar Þór Viðarsson þjálfari íslenska landsliðsins við Fótbolta.net í gær.

Liðið er komið á hótel í Dusseldorf í Þýskalandi en framundan er fyrsti leikur Íslands undir stjórn Arnars og Eiðs Smára Guðjonhnsen sem tóku við liðinu eftir að Erik Hamren og Freyr Alexandersson hættu í vetur.

„Það þarf að fara yfir marga hluti," hélt Arnar áfram. „Það þarf að fara yfir varnarleik, sóknarleik og marga hluti því þetta er allt nýtt."

Leikur Þýskalands og Íslands fer fram á fimmtudagskvöldið og í kjölfarið koma leikir gegn Armeníu og Liechtenstein ytra.

„Ef við horfum á Þjóðverja sem hafa verið með sama þjálfarann í nánast tugi ára erum við bara á byrjunarreitt. Það verða margir fundir næstu daga og við þurfum að nýta æfingatímann eins vel og við getum. Við getum ekki æft mikið því leikmenn eru að koma úr leikjum helgarinnar og þurfa sína hvíld," sagði Arnar.

Arnar og Eiður voru áður þjálfarar U21 landsliðs Íslands og komu liðinu á lokamót EM sem fer fram núna í mars einnig. Þeir ætla að vera fljótir að setja sinn svip á A-landsliðið.

„Þetta er strembið og er áskorun en við leggjum upp leikinn gegn Þjóðverjum með þá hugmyndafræði sem við munum þróa næstu mánuðina og höfum trú á að hún muni kikka inn fljótlega. Okkar íslensku gildi verða sýnileg í okkar leikjum."
Arnar Viðars: Hræðilegar fréttir fyrir okkur en jákvæðar fyrir Gylfa
Athugasemdir
banner
banner
banner