Douglas Luiz gæti snúð aftur til Englands - Liverpool hefur áhuga á leikmanni Lyon - Nmecha til Man Utd?
   lau 22. mars 2025 18:32
Elvar Geir Magnússon
Murcia
Skilaboð Arnars til stuðningsmanna: Búist við öllu
Icelandair
Arnar og Orri á fréttamannafundinum í dag.
Arnar og Orri á fréttamannafundinum í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á morgun verður seinni leikur Íslands og Kósovó í umspili Þjóðadeildarinnar en leikurinn fer fram í Murcia.

Leikvangurinn í Murcia tekur um 30 þúsund áhorfendur en aðeins verða um þúsund áhorfendur á leik morgundagsins og því hálf tómlegt.

Arnar Gunnlaugsson landsliðsþjálfari og fyrirliðinn Orri Steinn Óskarsson voru spurðir að því á fréttamannafundi hvort þeir væru með skilaboð til þeirra Íslendinga sem væntanlegir eru á völlinn?

„Vonandi láta þeir vel í sér heyra á morgun og láta okkur líða eins og þetta sé alvöru heimaleikur. Vonandi fá þeir góðan leik, skilaboð mín til þeirra: Búist við öllu. Þetta gæti farið í framlengingu, gæti farið í vítakeppni. Hvernig sem leikurinn verður munum við gera allt til að halda sæti í B-deildinni. Við þurfum að stíga aðeins fastar á bensíngjöfina og sýna hvernig við ætlum að spila á Laugardalsvelli," segir Arnar.

„Þó við séum ekki á heimavelli þá gefur það góða tilfinningu að hafa Íslendinga á vellinum og spila í bláu treyjunum," segir Orri.

Leikur Íslands og Kósovó verður klukkan 17 á morgun að íslenskum tíma, 18 að staðartíma. Kósovó vann fyrri leikinn 2-1 og möguleiki á að leikurinn á morgun endi í framlengingu og jafnvel vítakeppni.
Athugasemdir
banner
banner