
Jóhann Berg Guðmundsson hefur bæst inn í íslenska landsliðshópinn en hann var ekki valinn upphaflega í hópinn vegna meiðsla. Á morgun mætast Íslands og Kósovó í seinni viðureign sinni í umspili um sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar.
Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari Íslands, var spurður að því á fréttamannafundi á Spáni í dag hvernig væri að fá Jóhann inn og hversu margar mínútur hann væri klár í að taka?
„Það er mjög gaman að fá hann inn. Það eru svo mikil gæði í löppunum á honum og hausnum líka. Hversu margar mínútur? Ég held að hann sé alveg klár í að spila 90 mínútur en það verður að koma í ljós á morgun hversu margar mínútur hann fær," svaraði Arnar.
Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari Íslands, var spurður að því á fréttamannafundi á Spáni í dag hvernig væri að fá Jóhann inn og hversu margar mínútur hann væri klár í að taka?
„Það er mjög gaman að fá hann inn. Það eru svo mikil gæði í löppunum á honum og hausnum líka. Hversu margar mínútur? Ég held að hann sé alveg klár í að spila 90 mínútur en það verður að koma í ljós á morgun hversu margar mínútur hann fær," svaraði Arnar.
Það voru þrír reynslumiklir varnarmenn í fyrri leiknum. Hvernig eru þeir að koma undan þeim leik?
„Bara mjög vel. Þeir hafa æft eins vel og hægt er að æfa milli leikja. Ég var mjög ánægður með þá í leiknum. Þeir hafa verið meðtækilegir í að æfa og læra nýja hluti. Ég gæti ekki verið sáttari með þá."
„Það eru allir heilir og nokkuð klárir í bátana. Auðvitað eru sumir laskaðri en aðrir en enginn er búinn að 'merkja sig off' úr þessum leik."
Arnar og hans teymi hafa greint fyrri leikinn og segir að í raun hafi verið margt jákvætt í honum.
„Ég var mjög ánægður með þann leik miðað við að þetta var fyrsti leikur, margar upplýsingar og nýjar upplýsingar. Leikmenn voru hungraðir í að reyna nýja hluti. Það var ekkert stórvægilegt sem fór úrskeiðis í fyrri leiknum, hvort sem fólk trúir því ekki. Það þarf að fínstilla hitt og þetta en ekkert stórvægilegt. Þetta var nokkuð góð úrslit á erfiðum útivelli og við eigum góða möguleika á að halda sæti okkar í B-deildinni," segir Arnar Gunnlaugsson.
Leikur Íslands og Kósovó verður klukkan 17 á morgun að íslenskum tíma, 18 að staðartíma. Kósovó vann fyrri leikinn 2-1 og möguleiki á að leikurinn á morgun endi í framlengingu og jafnvel vítakeppni.
Athugasemdir