Douglas Luiz gæti snúð aftur til Englands - Liverpool hefur áhuga á leikmanni Lyon - Nmecha til Man Utd?
   lau 22. mars 2025 17:24
Elvar Geir Magnússon
Murcia
Þetta er heimavöllur Íslands í Murcia - „Í raun tveir útileikir“
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á morgun verður seinni leikur Íslands og Kósovó í umspili Þjóðadeildarinnar en leikurinn fer fram í Murcia. Leikið verður á Estadio Enrique Roca de Murcia, heimavelli Real Murcia sem er sem stendur í þriðju efstu deild.

Vegna framkvæmda á Laugardalsvelli er ekki spilað á Íslandi.

Leikvangurinn í Murcia tekur um 30 þúsund áhorfendur en aðeins verða um þúsund áhorfendur á leik morgundagsins og því hálf tómlegt.

„Þetta eru í raun bara tveir útileikir en við höfum verið á La Finca svæðinu oft og mörgum sinnum, okkur líður mjög vel hérna. Við þurfum að fara með gott hugarfar inn í leikinn á sunnudaginn og stemningin er þannig innan hópsins," sagði Stefán Teitur Þórðarson, miðjumaður íslenska liðsins, í viðtali í gær.

Hafliði Breiðfjörð tók þessar myndir af leikvangnum í dag en þegar þessi frétt er skrifuð er landslið Kósovó að æfa á vellinum í sól og blíðu.

Athugasemdir
banner
banner
banner