Barcelona átti að spila heimaleik við Osasuna 8. mars en viðureigninni var frestað vegna skyndilegs andláts liðslæknis hjá Barca.
Leikurinn var færður til 27. mars og fer því fram næsta fimmtudag. Þetta voru Börsungar ekki ánægðir með vegna landsliðsverkefna leikmanna sinna í Suður-Ameríku.
Barca reyndi að fá leiknum frestað en það gekk ekki. Áfrýjun félagsins var hafnað fyrir helgi og því stendur 27. mars sem staðfestur leikdagur.
Þetta þýðir að Ronald Araújo, landsliðsmaður Úrúgvæ, og Raphinha, lykilmaður Barca og brasilíska landsliðsins, verða ekki með gegn Osasuna vegna landsliðsverkefna í undankeppni Suður-Ameríkuþjóða fyrir HM 2026.
Athugasemdir