Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 22. apríl 2021 18:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lykilmaðurinn: Einn af betri leikmönnum deildarinnar
Víkingur Ó - Harley Willard
Lengjudeildin
Harley Willard.
Harley Willard.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þjálfarar og fyrirliðar Lengjudeildarinnar spá því að Víkingur Ólafsvík hafni í neðsta sæti deildarinnar í sumar.

Hægt er að lesa umfjöllun um liðið með því að smella hérna.

Eiður Ben Eiríksson, Rafn Markús Vilbergsson og Úlfur Blandon eru sérfræðingar Fótbolta.net fyrir Lengjudeildina í ár. Eiður, sem er þjálfari kvennaliðs Vals, gaf sitt álit á Ólsurum.

Hann telur að Harley Willard sé mikilvægasti leikmaður liðsins, og þeirra helsti lykilmaður.

„Það er óskiljanlegt að svona góður leikmaður sé enn sé enn í þessari deild. Harley Willard er búinn að sanna hversu mikið hann getur gefið liðinu," segir Eiður.

„Harley er með frábæran leikskilning og getur brotið upp leiki með því að láta týna sér á milli lína. Hann hefur þann kost að vera gríðarlega hraður á boltanum og getur brotið upp leiki með stefnubreytingum og gæðum í sendingum. Hann mun nýtast liðinu fram á við hvort sem það er fyrir aftan senter eða út á kanti. Það er ekki nokkur vafi að Harley er einn af betri leikmönnum deildarinnar og ef hann spilar á þeirri getu sem hann býr yfir að þá mun hann skila mörgum mikilvægum mörkum og stoðsendingum í sumar fyrir liðið."

Harley er 23 ára gamall Englendingur sem kom fyrst til Ólafsvíkur 2019 og var þá einn af betri leikmönnum deildarinnar. Hann fór í Fylki en honum líður best í Ólafsvík og spilaði þar einnig á síðustu leiktíð. Hann er því á leið í sitt þriðja tímabil með liðinu.

Ólsarar höfnuðu í níunda sæti Lengjudeildarinnar í fyrra en þeir hefja leik á þessu tímabili gegn Fram 6. maí.
Athugasemdir
banner
banner