Cunha orðaður við þrjú félög - Garnacho til Chelsea? - Sjö á óskalistum Amorim - Hvað verður um Rashford? - Chelsea vill risaupphæð
   fös 22. maí 2020 13:10
Magnús Már Einarsson
Wenger kvartaði yfir grasinu hjá Stoke og vildi banna innköst
Arsene Wenger.
Arsene Wenger.
Mynd: Getty Images
Arsene Wenger gekk afar illa að eiga við Stoke á ferli sínum sem stjóri Arsenal. Wenger tapaði fimm sinnum gegn Stoke á útivelli í ensku úrvalsdeildinni og einu sinni í enska bikarnum.

Wenger var ekki hrifinn af leikstíl Stoke og löngum innköstum Rory Delap. Tony Pulis, fyrrum stjóri Stoke, segir að Wenger hafi tekið því afar illa að tapa gegn Stoke.

„Þegar Wenger kallaði okkur rugby lið þá var það í þriðja skipti í röð sem við vinnum þá heima," sagði Wenger.

„Hann var að forðast spurninguna af hverju lið með miklu minni hæfleika en Arsenal, sem eyðir ekki næstum eins mikið og Arsenal, sem er ekki með sömu aðstöðu og Arsenal, gat unnið Arsenal," sagði Pulis í hlaðvarpi Peter Crouch í dag.

„Patrick Vieira sagði við mig, 'við hötuðum að fara til Stoke. Þið voruð eina liðið sem Wenger talaði mikið um og lagði vinnu í fyrir leiki. Við gátum bara ekki unnið ykkur."

„Wenger kom eitt árið og kvartaði undan því að grasið væri of hátt. Hann skrifaði bréf til enska knattspyrnusambandsins. Dómarinn og línuverðirnir urðu að koma og mæla grasið."

„Ég veit að hann talaði um að banna innköst og sagði að það ætti ekki að leyfa þau. Það var tónlist í okkar eyru."

Athugasemdir
banner
banner