Lokaumferðin í ensku úrvalsdeildinni fer fram í dag. Allir leikirnir hefjast klukkan 15:00. Upphitun á Síminn Sport hefst klukkan 14:30 og eftir leikina verður tímabilið gert upp í Vellinum.
Kári Jónsson, verðmætasti leikmaður úrslitakeppninnar í körfubolta, spáir í leikina. Kári varð Íslandsmeistari með Val á miðvikudag eftir oddaleik gegn Tindastóli.
Kristófer Acox, samherji Kára, var spámaðurinn í síðustu umferð og var með fimm rétta.
Svona spáir Kári leikjunum:
Kári Jónsson, verðmætasti leikmaður úrslitakeppninnar í körfubolta, spáir í leikina. Kári varð Íslandsmeistari með Val á miðvikudag eftir oddaleik gegn Tindastóli.
Kristófer Acox, samherji Kára, var spámaðurinn í síðustu umferð og var með fimm rétta.
Svona spáir Kári leikjunum:
Arsenal 2 - 1 Everton
Arsenal klárar tímabilið á heimasigri. Everton ekki að keppa að neinu eftir ótrúlegan síðasta leik.
Brentford 1 - 2 Leeds
Leeds nær í útisigur sem verður til þess að liðið heldur sæti sínu í deildinni! Raphinha setur eitt.
Brighton 2 - 2 West Ham
West Ham á leið í Sambandsdeildina.
Burnley 0 - 2 Newcastle
Newcastle heldur áfram að ná í úrslit og fellir Burnley með sigri á Turf Moor. Trippier leggur upp mark.
Chelsea 4 - 0 Watford
Chelsea klárar tímabilið með stæl, Mount skorar jafnvel eitt. Bless bless Watford.
Crystal Palace 1 - 2 Manchester United
Bruno Fernandes á einn sinn besta leik á tímabilinu og sér til þess að United endar þetta dapra tímabil á sigri.
Leicester 3 - 1 Southampton
Maddison, Barnes og Vardy. Næsta mál.
Liverpool 2 - 0 Wolves
1-0 í hálfleik og orðið 2-0 á 70. mínútu. Aldrei bras en bara því miður fyrir Púlara ekki nóg.
Manchester City 3 - 1 Aston Villa
Því City vinnur Villa 3-1, komast í 2-0 en hleypa þessu upp í smá spennu áður en Grealish klárar verkið.
Norwich 1 - 3 Tottenham
Það hefði verið eitthvað ef það hefði kikkað inn einhver matareitrun hjá Spurs... Svo varð ekki og Son endar markahæstur í deildinni með tvennu og Kane setur eitt.
Fyrri spámenn:
Gary Martin - 7 réttir
Kristín Dís - 7 réttir
Arnór Sig - 6 réttir
Hörður Björgvin - 6 réttir
Sveindís Jane - 6 réttir
Venni Páer - 6 réttir
Ingimar og Tóti - 6 réttir
Arnór Gauti - 5 réttir
Aron Þrándar - 5 réttir
Siffi G - 5 réttir
Davíð Snær - 5 réttir
Benni Gumm - 5 réttir
Mist Edvards - 5 réttir
Karitas - 5 réttir
Kristófer Acox - 5 réttir
Kristjana Arnars - 4 réttir
Jeppkall - 4 réttir
Ísak Bergman - 4 réttir
Albert Brynjar - 4 réttir
DigiticalCuz - 4 réttir
Sammi - 4 réttir
Janus Daði - 4 réttir
Arnar Laufdal - 3 réttir
Áslaug Munda - 3 réttir
Elías Már - 3 réttir
Orri Steinn - 3 réttir
Villi Neto - 2 réttir
Davíð Atla - 2 réttir
Sóli Hólm - 2 réttir
Bjarki Már - 1 réttur
Stöðutaflan
England
Premier league - karlar

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Arsenal | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
2 | Aston Villa | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
3 | Bournemouth | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
4 | Brentford | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
5 | Brighton | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
6 | Burnley | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
7 | Chelsea | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
8 | Crystal Palace | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
9 | Everton | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
10 | Fulham | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
11 | Leeds | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
12 | Liverpool | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
13 | Man City | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
14 | Man Utd | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
15 | Newcastle | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
16 | Nott. Forest | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
17 | Sunderland | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
18 | Tottenham | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
18 | Leicester | 38 | 6 | 7 | 25 | 33 | 80 | -47 | 25 |
19 | West Ham | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
19 | Ipswich Town | 38 | 4 | 10 | 24 | 36 | 82 | -46 | 22 |
20 | Southampton | 38 | 2 | 6 | 30 | 26 | 86 | -60 | 12 |
20 | Wolves | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir