Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 22. maí 2022 10:53
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Liverpool þarf að borga Wolves ef liðið verður meistari
Mynd: EPA

Liverpool og Manchester City berjast um enska meistaratitilinn í dag þegar loka umferðin í deildinni fer fram, allir leikirnir hefjast kl 15.


Liverpool fær Wolves í heimsókn á meðan City fær Aston Villa í heimsókn. Liverpool vann deildina síðast tímabilið 2019/20. Sumarið á eftir gekk Diogo Jota í raðir félagsins fyrir 45 milljónir punda frá Wolves.

Samkvæmt heimildum Daily Mail hefur Liverpool þegar borgað Wolves 13 milljónir punda auka, árangurstengdar greiðslur. Þá mun Liverpool þurfa að borga Wolves enn meira skildi liðið sigra deildina í dag.

Wolves er í 8. sæti deildarinnar, tveimur stigum á undan Leicester og þremur á undan Brighton. Ef liðið endar í 8. sæti fær liðið 2.2 milljónir punda að launum.


Athugasemdir
banner
banner
banner