Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   mið 22. maí 2024 23:20
Ívan Guðjón Baldursson
4. deild: Sigrar hjá Árborg og Kríu
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Það fóru tveir leikir fram í 4. deild karla í kvöld þar sem Árborg og Reykjanesbær áttu heimaleiki gegn KH og Kríu.

Á Selfossi hafði Árborg betur gegn KH en staðan var 2-1 í leikhlé. Kristinn Ásgeir Þorbergsson og Þormar Elvarsson skoruðu fyrir Selfoss áður en Snorri Már Friðriksson minnkaði muninn fyrir gestina úr Hlíðunum.

Kristinn Ásgeir tvöfaldaði forystu Árborg á ný í upphafi síðari hálfleiks og urðu lokatölur 3-1, þar sem Kristinn skoraði tvennu.

Árborg er með sex stig eftir þrjár umferðir á meðan KH situr eftir með þrjú stig.

Einar Þórðarson var þá atkvæðamestur í Reykjanesbæ, þar sem Kría vann þægilegan fjögurra marka sigur.

Einar skoraði tvennu og komust Ingi Hrafn Guðbrandsson og Birkir Rafnsson einnig á blað.

Kría er með sex stig eftir þennan sigur en RB er án stiga.

Árborg 3 - 1 KH
1-0 Kristinn Ásgeir Þorbergsson ('17 )
2-0 Þormar Elvarsson ('42 )
2-1 Snorri Már Friðriksson ('43 )
3-1 Kristinn Ásgeir Þorbergsson ('53 )

RB 0 - 4 Kría
0-1 Einar Þórðarson ('6 )
0-2 Ingi Hrafn Guðbrandsson ('26 )
0-3 Einar Þórðarson ('71 )
0-4 Birkir Rafnsson ('79 )


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner