Smith Rowe og Nelson á förum - Chelsea náði samkomulagi við Aston Villa - Úrvalsdeildarfélög keppast um Abraham - Arsenal vill Nico Williams -...
   mið 22. maí 2024 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Valencia að fá markvörð frá Makedóníu
Mynd: EPA
Spænska félagið Valencia er að ganga frá viðræðum við Stole Dimitrievski, markvörð Rayo Vallecano, en þetta segir Fabrizio Romano á X.

Georgíumaðurinn Giorgi Mamardashvili, sem hefur staðið vaktina í marki Valencia síðustu ár, er á förum frá félaginu í sumar en Atlético Madríd og Newcastle United hafa sýnt honum áhuga.

Valencia hefur því ákveðið að sækja Dimitrievski, sem spilar í marki Rayo Vallecano.

Dimitrievski er þrítugur og kemur frá Makedóníu en hann hefur spilað á Spáni síðustu tólf ár með félögum á borð við Granada, Gimnastic og auðvitað Rayo.

Markvörðurinn hefur þegar gengið frá samningum við Valencia en samningur hans gildir til 2028.

Valencia er í 9. sæti fyrir lokaumferð deildarinnar sem er ágætis bæting frá síðasta tímabili er það hafnaði í 16. sæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner