Liverpool reynir við Pedro næsta sumar - PSG til í að opna veskið fyrir Isak - Nico Williams eftirsóttur
   mið 22. júní 2022 20:42
Brynjar Ingi Erluson
Sara Björk í viðræður við Juventus - Arsenal og Real Madrid áhugasöm
Sara Björk Gunnarsdóttir er eftirsótt
Sara Björk Gunnarsdóttir er eftirsótt
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ítalska stórliðið Juventus hefur sett sig í samband við íslenska landsliðsfyrirliðann Söru Björk Gunnarsdóttur en þetta segir ítalski blaðamaðurinn Giovanni Albanese.

Samningur Söru við franska félagið Lyon rennur út um mánaðamótin og er ljóst að hún mun yfirgefa félagið eftir tveggja ára dvöl þar sem hún vann Meistaradeildina í tvígang.

Sara, sem er 31 árs gömul, hefur verið með fremstu miðjumönnum heims síðustu ár og mun nú taka næst skref ferilsins en hugur hennar gæti leitað til Ítalíu.

Giovanni Albanese hjá Gazzetta dello Sport segir að Juventus hafi sett sig í samband við Söru.

Juventus er besta lið ítalska boltans og hefur unnið deildina fimm sinnum eða öll ár frá þvi kvennaliðið var sett á laggirnar. Liðið er tvöfaldur meistari á Ítalíu en það vann einnig ítalska bikarinn í ár.

Félagið mun fá verðuga keppni um undirskrift Söru en Albanese segir að bæði Arsenal og Real Madrid hafi áhuga á því að fá íslensku landsliðskonuna.

Arsenal hefur verið með fremstu félögum heims síðustu ár á meðan Real Madrid reynir að byggja upp stórveldi í kvennaboltanum og veita erkifjendum þeirra í Barcelona samkeppni í spænsku deildinni en Börsungar hafa rúllað yfir deildina síðustu ár.


Athugasemdir
banner
banner
banner