Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
   lau 22. júní 2024 20:08
Stefán Marteinn Ólafsson
Viktor Helgi: Vonandi aðeins fleiri sokkar sem fólk þarf að borða
Viktor Helgi Benediksson
Viktor Helgi Benediksson
Mynd: HK

HK tóku á móti Stjörnunni í Kórnum þegar 11.umferð Bestu deildarinnar hóf göngu sína í dag.

Þrátt fyrir hetjulega baráttu gesta að ná að jafna örfáum mínútum fyrir leikslok voru það heimamenn í HK sem fundu sigurmarkið í uppbótartíma.


Lestu um leikinn: HK 4 -  3 Stjarnan

„Við gerðum þetta full spennandi þarna í lokin. Við erum bara orðnir vanir því einhvernveginn. Við komum þeim nátturlega rosalega aftur inn í leikinn en hefði verið gott að halda þessu bara en gerðum þetta spennandi fyrir áhorfendur." Sagði Viktor Helgi Benediktsson leikmaður HK eftir leikinn í dag. 

Viktor Helgi kom inn á sem varamaður eftir rúmlega hálftíma leik og kom HK yfir í uppbótartíma fyrri hálfleiks. 

„Það breytir svolítið upplaginu. Við erum allt í einu með forystu og við vorum eiginlega ósáttir við að það væri komin hálfleikur því okkur fannst vera komin byr með okkur fyrir hálfleikinn."

. Við komum svo hrikalega sterkir inn í seinni líka. Það er oft þegar það er hálfleikur  og allt 'reset-að' að þá breytist leikurinn en við náðum að halda því áfram." 

Viktor Helgi fékk tilnefningu í verstu kaup tímabilsins í útvarpsþætti fotbolti.net en hefur verið að koma sterkur inn í síðustu leikjum. 

„Maður er löngu búin að þroskast upp úr því að vera hlusta á einhverja svona gagnrýni út í bæ. Auðvitað veit maður að maður hefði getað spilað meira. Það er erfitt þegar maður meiðist rétt fyrir mót og ekki spilað 90 síðan í nóvember. Það er því erfitt að setja mark sitt á tímabilið til að byrja með en ég vona að það sé meira að koma frá mér."

„Auðvitað sem leikmaður viltu alltaf spila allar mínútur en ég er rosalega sáttur í HK og sinni því hlutverki sem mér er gefið hvort sem það sé að koma inn svona eins og í dag eða byrja eða vera á bekknum. Við bara höldum áfram og ég get ekki gert annað en að gera mitt besta þannig það er vonandi bara meira af því og vonandi aðeins fleiri sokkar sem að fólk þarf að borða úti í bæ." 

Nánar er rætt við Viktor Helga Benediktsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner