Real vill Trent - Man Utd mun ekki reyna við Southgate - Aston Villa býr sig undir að keppa um Williams
Dóri Árna: Þurfum að standa upp og svara almennilega
Höskuldur: Erum að missa stórkostlegan leikmann
Ekki erfitt val þó áhuginn hafi verið mikill - „Mjög góð ákvörðun hjá mér í fyrra"
Stór stund fyrir Kötlu - „Bara alveg frá því ég byrjaði í fótbolta"
Ingibjörg: Ekkert skemmtilegra en að spila með henni
Guðrún létt: Ég verð að fara að drullast til að skora
Fannst misskilningurinn fyndinn - „Aldrei rétt þegar ég er þjálfarinn"
Glódís: Gæti talið upp nokkrar sem mér finnst betri
Mikill heiður að fara í íslensku treyjuna - „Upplifir ekki svona á öðrum stað"
Sveindís fór yfir sigurmarkið: Svo kemur ein fljúgandi á móti mér
Ómar Björn: Loksins að fá að skora á heimavelli
Jón Þór svekktur út í sjálfan sig: Var pínu hikandi að taka menn útaf
Talar um ítölsku ræturnar og góðan varnarleik - „Simeone væri stoltur“
Rúnar Páll: Sól í stúkunni og smá brúnka
Ísak Óli: Særð dýr koma alltaf og bíta frá sér
Ómar: Óhað frammistöðu þá þurfum við að vinna næsta leik
Kjartan Henry: Leikur sem reyndi á allskonar hliðar fótboltans
Hallgrímur Mar: Geggjuð ferð vestur - fórum á Bolafjallið
Haddi eftir átta gul spjöld á KA: Öll miðjan mín er í banni í næsta leik
Davíð Smári ósáttur við Helga Mikael: Hvað segi ég rangt ef ég segi nafn dómarans?
   lau 22. júní 2024 20:08
Stefán Marteinn Ólafsson
Viktor Helgi: Vonandi aðeins fleiri sokkar sem fólk þarf að borða
Viktor Helgi Benediksson
Viktor Helgi Benediksson
Mynd: HK

HK tóku á móti Stjörnunni í Kórnum þegar 11.umferð Bestu deildarinnar hóf göngu sína í dag.

Þrátt fyrir hetjulega baráttu gesta að ná að jafna örfáum mínútum fyrir leikslok voru það heimamenn í HK sem fundu sigurmarkið í uppbótartíma.


Lestu um leikinn: HK 4 -  3 Stjarnan

„Við gerðum þetta full spennandi þarna í lokin. Við erum bara orðnir vanir því einhvernveginn. Við komum þeim nátturlega rosalega aftur inn í leikinn en hefði verið gott að halda þessu bara en gerðum þetta spennandi fyrir áhorfendur." Sagði Viktor Helgi Benediktsson leikmaður HK eftir leikinn í dag. 

Viktor Helgi kom inn á sem varamaður eftir rúmlega hálftíma leik og kom HK yfir í uppbótartíma fyrri hálfleiks. 

„Það breytir svolítið upplaginu. Við erum allt í einu með forystu og við vorum eiginlega ósáttir við að það væri komin hálfleikur því okkur fannst vera komin byr með okkur fyrir hálfleikinn."

. Við komum svo hrikalega sterkir inn í seinni líka. Það er oft þegar það er hálfleikur  og allt 'reset-að' að þá breytist leikurinn en við náðum að halda því áfram." 

Viktor Helgi fékk tilnefningu í verstu kaup tímabilsins í útvarpsþætti fotbolti.net en hefur verið að koma sterkur inn í síðustu leikjum. 

„Maður er löngu búin að þroskast upp úr því að vera hlusta á einhverja svona gagnrýni út í bæ. Auðvitað veit maður að maður hefði getað spilað meira. Það er erfitt þegar maður meiðist rétt fyrir mót og ekki spilað 90 síðan í nóvember. Það er því erfitt að setja mark sitt á tímabilið til að byrja með en ég vona að það sé meira að koma frá mér."

„Auðvitað sem leikmaður viltu alltaf spila allar mínútur en ég er rosalega sáttur í HK og sinni því hlutverki sem mér er gefið hvort sem það sé að koma inn svona eins og í dag eða byrja eða vera á bekknum. Við bara höldum áfram og ég get ekki gert annað en að gera mitt besta þannig það er vonandi bara meira af því og vonandi aðeins fleiri sokkar sem að fólk þarf að borða úti í bæ." 

Nánar er rætt við Viktor Helga Benediktsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 14 10 3 1 34 - 14 +20 33
2.    Valur 14 8 4 2 36 - 18 +18 28
3.    Breiðablik 14 8 3 3 29 - 17 +12 27
4.    FH 14 7 3 4 26 - 23 +3 24
5.    ÍA 14 7 2 5 32 - 20 +12 23
6.    Fram 14 5 4 5 20 - 20 0 19
7.    Stjarnan 14 5 2 7 25 - 29 -4 17
8.    KA 14 4 3 7 22 - 29 -7 15
9.    KR 14 3 5 6 23 - 26 -3 14
10.    HK 14 4 1 9 16 - 34 -18 13
11.    Fylkir 14 3 2 9 21 - 36 -15 11
12.    Vestri 14 3 2 9 17 - 35 -18 11
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner