Liverpool snýr sér að Barcola - Guehi of dýr fyrir Barcelona
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
   lau 22. júní 2024 20:08
Stefán Marteinn Ólafsson
Viktor Helgi: Vonandi aðeins fleiri sokkar sem fólk þarf að borða
Viktor Helgi Benediksson
Viktor Helgi Benediksson
Mynd: HK

HK tóku á móti Stjörnunni í Kórnum þegar 11.umferð Bestu deildarinnar hóf göngu sína í dag.

Þrátt fyrir hetjulega baráttu gesta að ná að jafna örfáum mínútum fyrir leikslok voru það heimamenn í HK sem fundu sigurmarkið í uppbótartíma.


Lestu um leikinn: HK 4 -  3 Stjarnan

„Við gerðum þetta full spennandi þarna í lokin. Við erum bara orðnir vanir því einhvernveginn. Við komum þeim nátturlega rosalega aftur inn í leikinn en hefði verið gott að halda þessu bara en gerðum þetta spennandi fyrir áhorfendur." Sagði Viktor Helgi Benediktsson leikmaður HK eftir leikinn í dag. 

Viktor Helgi kom inn á sem varamaður eftir rúmlega hálftíma leik og kom HK yfir í uppbótartíma fyrri hálfleiks. 

„Það breytir svolítið upplaginu. Við erum allt í einu með forystu og við vorum eiginlega ósáttir við að það væri komin hálfleikur því okkur fannst vera komin byr með okkur fyrir hálfleikinn."

. Við komum svo hrikalega sterkir inn í seinni líka. Það er oft þegar það er hálfleikur  og allt 'reset-að' að þá breytist leikurinn en við náðum að halda því áfram." 

Viktor Helgi fékk tilnefningu í verstu kaup tímabilsins í útvarpsþætti fotbolti.net en hefur verið að koma sterkur inn í síðustu leikjum. 

„Maður er löngu búin að þroskast upp úr því að vera hlusta á einhverja svona gagnrýni út í bæ. Auðvitað veit maður að maður hefði getað spilað meira. Það er erfitt þegar maður meiðist rétt fyrir mót og ekki spilað 90 síðan í nóvember. Það er því erfitt að setja mark sitt á tímabilið til að byrja með en ég vona að það sé meira að koma frá mér."

„Auðvitað sem leikmaður viltu alltaf spila allar mínútur en ég er rosalega sáttur í HK og sinni því hlutverki sem mér er gefið hvort sem það sé að koma inn svona eins og í dag eða byrja eða vera á bekknum. Við bara höldum áfram og ég get ekki gert annað en að gera mitt besta þannig það er vonandi bara meira af því og vonandi aðeins fleiri sokkar sem að fólk þarf að borða úti í bæ." 

Nánar er rætt við Viktor Helga Benediktsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner