Mörg félög hafa áhuga á Rashford - Fara Antony og Zirkzee á láni? - Undirbúa brottför Alonso - Arsenal skoðar að stækka Emirates
Brynjar Björn: Ég hætti hérna eftir tímabilið
Óskar Hrafn: Fótbolti er núvitund
Þorsteinn Aron: Þriðja sigurmarkið á þessu tímabili
Rúnar ósáttur við ákvörðun HK: Við reynum að vera heiðarlegir
Ómar: Ekki okkar að kasta honum til þeirra á svona augnabliki
Mathias Præst: Ein mynd skiptir ekki öllu máli
Jökull: Nánast bara eitt lið á vellinum
Dóri Árna: Hvað er í gangi hérna?
Höskuldur um komandi úrslitaleik: Ánægður að við þurfum að sækja sigur
Elfar Árni: Tækifærin verið of fá fyrir minn smekk
Davíð Smári: Létum þá líta út eins og Barcelona árið 2009
Skilur ekki á hvað var dæmt - „Þetta átti að vera mark“
Tufa: Alvöru sigurvegarar standa upp þegar þeir eru kýldir í magann
Segir að Viðar hafi verið í banni - Einungis fengið eitt spjald
Djuric: Ótrúlegasta sem ég hef spilað í
Heimir: Ekkert sérstakt að eiga met sem verður aldrei slegið í því að vera lélegur
Arnar orðlaus: Eiginlega ekki hægt að segja neitt
Sindri Kristinn: Hann setur hann yfirleitt í vinkilinn þannig ég ætlaði að láta mig flakka þar
Jón Þór brjálaður: Er verið að gera grín að okkur?
Gylfi Þór: Það gæti orðið minn síðasti leikur
   lau 22. júní 2024 20:08
Stefán Marteinn Ólafsson
Viktor Helgi: Vonandi aðeins fleiri sokkar sem fólk þarf að borða
Viktor Helgi Benediksson
Viktor Helgi Benediksson
Mynd: HK

HK tóku á móti Stjörnunni í Kórnum þegar 11.umferð Bestu deildarinnar hóf göngu sína í dag.

Þrátt fyrir hetjulega baráttu gesta að ná að jafna örfáum mínútum fyrir leikslok voru það heimamenn í HK sem fundu sigurmarkið í uppbótartíma.


Lestu um leikinn: HK 4 -  3 Stjarnan

„Við gerðum þetta full spennandi þarna í lokin. Við erum bara orðnir vanir því einhvernveginn. Við komum þeim nátturlega rosalega aftur inn í leikinn en hefði verið gott að halda þessu bara en gerðum þetta spennandi fyrir áhorfendur." Sagði Viktor Helgi Benediktsson leikmaður HK eftir leikinn í dag. 

Viktor Helgi kom inn á sem varamaður eftir rúmlega hálftíma leik og kom HK yfir í uppbótartíma fyrri hálfleiks. 

„Það breytir svolítið upplaginu. Við erum allt í einu með forystu og við vorum eiginlega ósáttir við að það væri komin hálfleikur því okkur fannst vera komin byr með okkur fyrir hálfleikinn."

. Við komum svo hrikalega sterkir inn í seinni líka. Það er oft þegar það er hálfleikur  og allt 'reset-að' að þá breytist leikurinn en við náðum að halda því áfram." 

Viktor Helgi fékk tilnefningu í verstu kaup tímabilsins í útvarpsþætti fotbolti.net en hefur verið að koma sterkur inn í síðustu leikjum. 

„Maður er löngu búin að þroskast upp úr því að vera hlusta á einhverja svona gagnrýni út í bæ. Auðvitað veit maður að maður hefði getað spilað meira. Það er erfitt þegar maður meiðist rétt fyrir mót og ekki spilað 90 síðan í nóvember. Það er því erfitt að setja mark sitt á tímabilið til að byrja með en ég vona að það sé meira að koma frá mér."

„Auðvitað sem leikmaður viltu alltaf spila allar mínútur en ég er rosalega sáttur í HK og sinni því hlutverki sem mér er gefið hvort sem það sé að koma inn svona eins og í dag eða byrja eða vera á bekknum. Við bara höldum áfram og ég get ekki gert annað en að gera mitt besta þannig það er vonandi bara meira af því og vonandi aðeins fleiri sokkar sem að fólk þarf að borða úti í bæ." 

Nánar er rætt við Viktor Helga Benediktsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 22 15 4 3 56 - 23 +33 49
2.    Breiðablik 22 15 4 3 53 - 28 +25 49
3.    Valur 22 11 5 6 53 - 33 +20 38
4.    ÍA 22 10 4 8 41 - 31 +10 34
5.    Stjarnan 22 10 4 8 40 - 35 +5 34
6.    FH 22 9 6 7 39 - 38 +1 33
7.    Fram 22 7 6 9 31 - 32 -1 27
8.    KA 22 7 6 9 32 - 38 -6 27
9.    KR 22 5 6 11 35 - 46 -11 21
10.    HK 22 6 2 14 26 - 56 -30 20
11.    Vestri 22 4 6 12 22 - 43 -21 18
12.    Fylkir 22 4 5 13 26 - 51 -25 17
Athugasemdir
banner
banner