29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   lau 22. júní 2024 20:08
Stefán Marteinn Ólafsson
Viktor Helgi: Vonandi aðeins fleiri sokkar sem fólk þarf að borða
Viktor Helgi Benediksson
Viktor Helgi Benediksson
Mynd: HK

HK tóku á móti Stjörnunni í Kórnum þegar 11.umferð Bestu deildarinnar hóf göngu sína í dag.

Þrátt fyrir hetjulega baráttu gesta að ná að jafna örfáum mínútum fyrir leikslok voru það heimamenn í HK sem fundu sigurmarkið í uppbótartíma.


Lestu um leikinn: HK 4 -  3 Stjarnan

„Við gerðum þetta full spennandi þarna í lokin. Við erum bara orðnir vanir því einhvernveginn. Við komum þeim nátturlega rosalega aftur inn í leikinn en hefði verið gott að halda þessu bara en gerðum þetta spennandi fyrir áhorfendur." Sagði Viktor Helgi Benediktsson leikmaður HK eftir leikinn í dag. 

Viktor Helgi kom inn á sem varamaður eftir rúmlega hálftíma leik og kom HK yfir í uppbótartíma fyrri hálfleiks. 

„Það breytir svolítið upplaginu. Við erum allt í einu með forystu og við vorum eiginlega ósáttir við að það væri komin hálfleikur því okkur fannst vera komin byr með okkur fyrir hálfleikinn."

. Við komum svo hrikalega sterkir inn í seinni líka. Það er oft þegar það er hálfleikur  og allt 'reset-að' að þá breytist leikurinn en við náðum að halda því áfram." 

Viktor Helgi fékk tilnefningu í verstu kaup tímabilsins í útvarpsþætti fotbolti.net en hefur verið að koma sterkur inn í síðustu leikjum. 

„Maður er löngu búin að þroskast upp úr því að vera hlusta á einhverja svona gagnrýni út í bæ. Auðvitað veit maður að maður hefði getað spilað meira. Það er erfitt þegar maður meiðist rétt fyrir mót og ekki spilað 90 síðan í nóvember. Það er því erfitt að setja mark sitt á tímabilið til að byrja með en ég vona að það sé meira að koma frá mér."

„Auðvitað sem leikmaður viltu alltaf spila allar mínútur en ég er rosalega sáttur í HK og sinni því hlutverki sem mér er gefið hvort sem það sé að koma inn svona eins og í dag eða byrja eða vera á bekknum. Við bara höldum áfram og ég get ekki gert annað en að gera mitt besta þannig það er vonandi bara meira af því og vonandi aðeins fleiri sokkar sem að fólk þarf að borða úti í bæ." 

Nánar er rætt við Viktor Helga Benediktsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner