Hlusta á tilboð í Mateta næsta sumar - Mainoo efstur á óskalista Napoli - Ungur Þjóðverji á blaði hjá Liverpool og Man Utd
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
   fös 22. júlí 2022 21:51
Stefán Marteinn Ólafsson
Bjarni Jó: Búið að vera bara hrikalega flott sigling á okkur í ár
Bjarni Jóhannsson þjálfari Njarðvíkinga.
Bjarni Jóhannsson þjálfari Njarðvíkinga.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson

Njarðvíkingar fengu Þrótt Reykjavík í heimsókn í kvöld á Rafholtsvöllinn í toppslag 2.deildar karla. 

Það voru Þróttarar sem komust yfir í leiknum með marki frá fyrrum leikmanni Njarðvíkur, Aroni Snær Ingasyni og leiddu í hálfleik en það voru svo Njarðvíkingar sem snéru taflinu sér í vil í þeim síðari og höfðu að lokum betur með tveimur mörkum gegn engu þökk sé tveimur mörkum frá Oumar Diouck. 


Lestu um leikinn: Njarðvík 2 -  1 Þróttur R.

„Hún er frábær, þetta er búið að vera bara hrikalega flott sigling á okkur í ár og enn og aftur þá lendum við undir en við komum alltaf til baka og það er greinilega bara fínt element í leikjunum og við gefum ekkert eftir." Sagði Bjarni Jóhannsson þjálfari Njarðvíkur eftir að hafa tryggt 11 stiga forskot á toppi 2.deildar karla.

Njarðvíkingar enduðu síðasta tímabil með 32 stig eftir 22 umferðir en hafa nú sótt 37 stig í 13 umferðum svo breytinginn hefur verið svakaleg milli tímabila.

„Breytingin er sú einfaldlega að fyrir þetta tímabil þá bjuggum við liðið til í febrúar en í fyrra vorum við að ströggla með þetta að búa liðið til alveg þar til í byrjun móts og það er það mikill standard á annari deildinni og kannski meiri en menn grunar eða átta sig á og það þýðir ekkert að taka þetta með vinstri og ef menn ætla að vera í toppbaráttu þá verða menn að búa til liðið mjög fljótt."

Það spurðist út fyrr í dag að Úlfur Ágúst Björnsson hafi verið kallaður tilbaka úr láni til FH og staðfesti Bjarni þau tíðindi.

„Já ég get staðfest það og því miður þá héldum við að við værum með hann út tímabilið en því miður, þeir kölluðu á hann núna bara fyrir tveim dögum og það er mikill missir að missa hann en um leið þá þakka ég bara FH fyrir að lána okkur hann og ég óska honum bara góðs gengis í FH og að hann fái bara traustið þar eins og hann fékk hér." 

Nánar er rætt við Bjarna Jóhannsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner