Færist nær því að yfirgefa Man Utd - Barca ætlar að kaupa Rashford - Newcastle hefur áhuga á Ederson
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
   fös 22. júlí 2022 21:51
Stefán Marteinn Ólafsson
Bjarni Jó: Búið að vera bara hrikalega flott sigling á okkur í ár
Bjarni Jóhannsson þjálfari Njarðvíkinga.
Bjarni Jóhannsson þjálfari Njarðvíkinga.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson

Njarðvíkingar fengu Þrótt Reykjavík í heimsókn í kvöld á Rafholtsvöllinn í toppslag 2.deildar karla. 

Það voru Þróttarar sem komust yfir í leiknum með marki frá fyrrum leikmanni Njarðvíkur, Aroni Snær Ingasyni og leiddu í hálfleik en það voru svo Njarðvíkingar sem snéru taflinu sér í vil í þeim síðari og höfðu að lokum betur með tveimur mörkum gegn engu þökk sé tveimur mörkum frá Oumar Diouck. 


Lestu um leikinn: Njarðvík 2 -  1 Þróttur R.

„Hún er frábær, þetta er búið að vera bara hrikalega flott sigling á okkur í ár og enn og aftur þá lendum við undir en við komum alltaf til baka og það er greinilega bara fínt element í leikjunum og við gefum ekkert eftir." Sagði Bjarni Jóhannsson þjálfari Njarðvíkur eftir að hafa tryggt 11 stiga forskot á toppi 2.deildar karla.

Njarðvíkingar enduðu síðasta tímabil með 32 stig eftir 22 umferðir en hafa nú sótt 37 stig í 13 umferðum svo breytinginn hefur verið svakaleg milli tímabila.

„Breytingin er sú einfaldlega að fyrir þetta tímabil þá bjuggum við liðið til í febrúar en í fyrra vorum við að ströggla með þetta að búa liðið til alveg þar til í byrjun móts og það er það mikill standard á annari deildinni og kannski meiri en menn grunar eða átta sig á og það þýðir ekkert að taka þetta með vinstri og ef menn ætla að vera í toppbaráttu þá verða menn að búa til liðið mjög fljótt."

Það spurðist út fyrr í dag að Úlfur Ágúst Björnsson hafi verið kallaður tilbaka úr láni til FH og staðfesti Bjarni þau tíðindi.

„Já ég get staðfest það og því miður þá héldum við að við værum með hann út tímabilið en því miður, þeir kölluðu á hann núna bara fyrir tveim dögum og það er mikill missir að missa hann en um leið þá þakka ég bara FH fyrir að lána okkur hann og ég óska honum bara góðs gengis í FH og að hann fái bara traustið þar eins og hann fékk hér." 

Nánar er rætt við Bjarna Jóhannsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner