Chelsea ætlar sér að vinna baráttuna um Guehi - Liverpool og Man City á eftir Frimpong - Tveir orðaðir við Arsenal - Al-Ahli gæti gert Vinicius að...
Myndband: Víkingar fá fallegar kveðjur að heiman
Telja að Víkingur hafi gert díl við manninn þarna uppi
Góður andi í Aþenu - 75 Víkingar á 75 þúsund manna velli
Sölvi Geir: Besta og dýrasta afmælisgjöf sem ég hef fengið
Lykilmenn snúa úr banni - „Langt frá því að vera saddir“
„Þeir hreinlega skömmuðust sín“
Fiðrildi í maganum fyrir leik - „Þetta var ógeðslega gaman“
„Rosalega erfitt að kveðja hann“
„Vona að Kári Árna taki ekki upp á þessu“
Danijel Djuric: Kvikmynd sem var ógeðslega gaman að leika í
„Ég þurfti að fylgja hjartanu og það leitaði heim"
Ekki stoppistöð Víkinga - „Ætlum að skrifa söguna ennþá meira"
Sölvi: Hjartað sem þeir sýndu allan leikinn og slökktu aldrei á sér
Matti Villa: Þurfum að kalla hann 'scoring machine' og hann mun elska það
Davíð Atla um fyrsta Evrópumarkið: Fáránlegt þegar ég heyri þig segja þetta
Sverrir Ingi: Vissi þetta fyrirfram því ég þekki íslensku geðveikina og hugarfarið
Helgi Guðjóns eftir sögulegan sigur: Ætlaði ekki að trúa þessu
Sjáðu myndbandið sem Víkingar horfðu á í klefanum
Ekki alveg partur af handriti Hauks - „Töldum þetta best fyrir minn feril"
Formaðurinn spenntur: Risastór stund í íslenskum íþróttum
banner
   fös 22. júlí 2022 21:51
Stefán Marteinn Ólafsson
Bjarni Jó: Búið að vera bara hrikalega flott sigling á okkur í ár
Bjarni Jóhannsson þjálfari Njarðvíkinga.
Bjarni Jóhannsson þjálfari Njarðvíkinga.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson

Njarðvíkingar fengu Þrótt Reykjavík í heimsókn í kvöld á Rafholtsvöllinn í toppslag 2.deildar karla. 

Það voru Þróttarar sem komust yfir í leiknum með marki frá fyrrum leikmanni Njarðvíkur, Aroni Snær Ingasyni og leiddu í hálfleik en það voru svo Njarðvíkingar sem snéru taflinu sér í vil í þeim síðari og höfðu að lokum betur með tveimur mörkum gegn engu þökk sé tveimur mörkum frá Oumar Diouck. 


Lestu um leikinn: Njarðvík 2 -  1 Þróttur R.

„Hún er frábær, þetta er búið að vera bara hrikalega flott sigling á okkur í ár og enn og aftur þá lendum við undir en við komum alltaf til baka og það er greinilega bara fínt element í leikjunum og við gefum ekkert eftir." Sagði Bjarni Jóhannsson þjálfari Njarðvíkur eftir að hafa tryggt 11 stiga forskot á toppi 2.deildar karla.

Njarðvíkingar enduðu síðasta tímabil með 32 stig eftir 22 umferðir en hafa nú sótt 37 stig í 13 umferðum svo breytinginn hefur verið svakaleg milli tímabila.

„Breytingin er sú einfaldlega að fyrir þetta tímabil þá bjuggum við liðið til í febrúar en í fyrra vorum við að ströggla með þetta að búa liðið til alveg þar til í byrjun móts og það er það mikill standard á annari deildinni og kannski meiri en menn grunar eða átta sig á og það þýðir ekkert að taka þetta með vinstri og ef menn ætla að vera í toppbaráttu þá verða menn að búa til liðið mjög fljótt."

Það spurðist út fyrr í dag að Úlfur Ágúst Björnsson hafi verið kallaður tilbaka úr láni til FH og staðfesti Bjarni þau tíðindi.

„Já ég get staðfest það og því miður þá héldum við að við værum með hann út tímabilið en því miður, þeir kölluðu á hann núna bara fyrir tveim dögum og það er mikill missir að missa hann en um leið þá þakka ég bara FH fyrir að lána okkur hann og ég óska honum bara góðs gengis í FH og að hann fái bara traustið þar eins og hann fékk hér." 

Nánar er rætt við Bjarna Jóhannsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner