Sádar búast við því að Salah fari frá Liverpool í sumar - Vicario á blaði hjá Inter - Palace hefur rætt við Úlfana um Strand Larsen
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Þriðji hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
banner
   fös 22. júlí 2022 21:51
Stefán Marteinn Ólafsson
Bjarni Jó: Búið að vera bara hrikalega flott sigling á okkur í ár
Bjarni Jóhannsson þjálfari Njarðvíkinga.
Bjarni Jóhannsson þjálfari Njarðvíkinga.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson

Njarðvíkingar fengu Þrótt Reykjavík í heimsókn í kvöld á Rafholtsvöllinn í toppslag 2.deildar karla. 

Það voru Þróttarar sem komust yfir í leiknum með marki frá fyrrum leikmanni Njarðvíkur, Aroni Snær Ingasyni og leiddu í hálfleik en það voru svo Njarðvíkingar sem snéru taflinu sér í vil í þeim síðari og höfðu að lokum betur með tveimur mörkum gegn engu þökk sé tveimur mörkum frá Oumar Diouck. 


Lestu um leikinn: Njarðvík 2 -  1 Þróttur R.

„Hún er frábær, þetta er búið að vera bara hrikalega flott sigling á okkur í ár og enn og aftur þá lendum við undir en við komum alltaf til baka og það er greinilega bara fínt element í leikjunum og við gefum ekkert eftir." Sagði Bjarni Jóhannsson þjálfari Njarðvíkur eftir að hafa tryggt 11 stiga forskot á toppi 2.deildar karla.

Njarðvíkingar enduðu síðasta tímabil með 32 stig eftir 22 umferðir en hafa nú sótt 37 stig í 13 umferðum svo breytinginn hefur verið svakaleg milli tímabila.

„Breytingin er sú einfaldlega að fyrir þetta tímabil þá bjuggum við liðið til í febrúar en í fyrra vorum við að ströggla með þetta að búa liðið til alveg þar til í byrjun móts og það er það mikill standard á annari deildinni og kannski meiri en menn grunar eða átta sig á og það þýðir ekkert að taka þetta með vinstri og ef menn ætla að vera í toppbaráttu þá verða menn að búa til liðið mjög fljótt."

Það spurðist út fyrr í dag að Úlfur Ágúst Björnsson hafi verið kallaður tilbaka úr láni til FH og staðfesti Bjarni þau tíðindi.

„Já ég get staðfest það og því miður þá héldum við að við værum með hann út tímabilið en því miður, þeir kölluðu á hann núna bara fyrir tveim dögum og það er mikill missir að missa hann en um leið þá þakka ég bara FH fyrir að lána okkur hann og ég óska honum bara góðs gengis í FH og að hann fái bara traustið þar eins og hann fékk hér." 

Nánar er rætt við Bjarna Jóhannsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner