Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
   fös 22. júlí 2022 21:51
Stefán Marteinn Ólafsson
Bjarni Jó: Búið að vera bara hrikalega flott sigling á okkur í ár
Bjarni Jóhannsson þjálfari Njarðvíkinga.
Bjarni Jóhannsson þjálfari Njarðvíkinga.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson

Njarðvíkingar fengu Þrótt Reykjavík í heimsókn í kvöld á Rafholtsvöllinn í toppslag 2.deildar karla. 

Það voru Þróttarar sem komust yfir í leiknum með marki frá fyrrum leikmanni Njarðvíkur, Aroni Snær Ingasyni og leiddu í hálfleik en það voru svo Njarðvíkingar sem snéru taflinu sér í vil í þeim síðari og höfðu að lokum betur með tveimur mörkum gegn engu þökk sé tveimur mörkum frá Oumar Diouck. 


Lestu um leikinn: Njarðvík 2 -  1 Þróttur R.

„Hún er frábær, þetta er búið að vera bara hrikalega flott sigling á okkur í ár og enn og aftur þá lendum við undir en við komum alltaf til baka og það er greinilega bara fínt element í leikjunum og við gefum ekkert eftir." Sagði Bjarni Jóhannsson þjálfari Njarðvíkur eftir að hafa tryggt 11 stiga forskot á toppi 2.deildar karla.

Njarðvíkingar enduðu síðasta tímabil með 32 stig eftir 22 umferðir en hafa nú sótt 37 stig í 13 umferðum svo breytinginn hefur verið svakaleg milli tímabila.

„Breytingin er sú einfaldlega að fyrir þetta tímabil þá bjuggum við liðið til í febrúar en í fyrra vorum við að ströggla með þetta að búa liðið til alveg þar til í byrjun móts og það er það mikill standard á annari deildinni og kannski meiri en menn grunar eða átta sig á og það þýðir ekkert að taka þetta með vinstri og ef menn ætla að vera í toppbaráttu þá verða menn að búa til liðið mjög fljótt."

Það spurðist út fyrr í dag að Úlfur Ágúst Björnsson hafi verið kallaður tilbaka úr láni til FH og staðfesti Bjarni þau tíðindi.

„Já ég get staðfest það og því miður þá héldum við að við værum með hann út tímabilið en því miður, þeir kölluðu á hann núna bara fyrir tveim dögum og það er mikill missir að missa hann en um leið þá þakka ég bara FH fyrir að lána okkur hann og ég óska honum bara góðs gengis í FH og að hann fái bara traustið þar eins og hann fékk hér." 

Nánar er rætt við Bjarna Jóhannsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner