Man Utd og Liverpool vilja Anderson - Arsenal gæti gert óvænt tilboð í McTominay - Trafford orðaður við Wolves og Newcastle
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
   fös 22. júlí 2022 22:25
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
Guðni Eiríks: Erfið fæðing en hún hófst
Kvenaboltinn Lengjudeildin
Guðni Eiríksson, þjálfari FH
Guðni Eiríksson, þjálfari FH
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Guðni Eiríksson þjálfari FH sagðist eðlilega vera mjög sáttur eftir 3-0 útisigur á Víking R. í Lengjudeild kvenna í kvöld.

„Frábær þrjú stig á erfiðum heimavelli og þetta var bara erfið fæðing en hún hófst og ég er bara mjög stoltur af mínu liði og bara vinnuframlagi leikmanna," sagði Guðni í viðtali eftir leik.

„Mér fannst hún (frammistaðan) vera svolítið sloppy í byrjun svo ég sé að sletta og Víkingar byrjuðu mjög ákaft og grimmt og voru betri aðilinn í byrjun. Voru einfaldlega ákveðnari, grimmari og það tók okkur tíma að vinna okkur inn í þetta. 1-0 gaf ekki endilega rétta mynd af fyrri hálfleik en mér fannst seinni hálfleikurinn mun, mun betri og þegar allt er á heildina litið, þá sanngjarn sigur."


Lestu um leikinn: Víkingur R. 0 -  3 FH

Aldís Guðlaugsdóttir, Vigdís Edda Friðriksdóttir, Valgerðir Ósk Valsdóttir og Berglind Þrastardóttir spiluðu sinn fyrsta leik fyrir FH eftir að hafa komið núna í félagaskiptaglugganum. Guðni var ánægður með þeirra frammistöðu í kvöld.

„Já bara mjög. Það er erfitt að spila fyrsta leik eftir skamman tíma með liðinu, að fara inn í taktík og ákefð og allskonar breytur og það tekur sinn tíma en þær skiluðu sínu."

Aldís átti frábæran leik í marki FH og kom nokkrum sinnum í veg fyrir að Víkingur kæmi inn marki í kvöld.

„Hún bara stóð sig frábærlega og bara glæsileg frumraun hjá henni."

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Þar talar Guðni meðal annars um framhaldið en FH er á toppi deildarinnar.


Athugasemdir
banner
banner
banner