Crystal Palace hefur áfrýjað því að hafa verið dæmt úr Evrópudeildinni og niður í Sambandsdeildina. UEFA telur Palace ekki vera löglegt í Evrópudeildina þar sem félagið tengist eignarhaldi á Lyon sem er einnig í keppninni.
Palace hefur áfrýjað þessum dómi til alþjóða íþróttadómstólsins CAS sem staðsettur er í Sviss.
Palace hefur áfrýjað þessum dómi til alþjóða íþróttadómstólsins CAS sem staðsettur er í Sviss.
Bandaríski viðskiptamaðurinn John Textor á hlut í Palace og er að auki meirihlutaeigandi í Lyon. Palace segir að Textor taki ekki þátt í ákvarðanatökum hjá félaginu en á það hlustaði UEFA ekki.
Palace vann sér inn þátttökurétt í Evrópudeildinni með því að vinna FA-bikarinn en UEFA dæmdi að ekki væri hægt að vera bæði með Palace og Lyon í Evrópudeildinni. Þar sem Lyon endaði ofar í frönsku deildinni en Palace gerði í ensku úrvalsdeildinni fékk franska félagið sætið.
Nottingham Forest átti þá að færast upp úr Sambandsdeildinni í Evrópudeildina en bíðum og sjáum hvað kemur úr áfrýjuninni. Búist er við að niðurstaða fáist ekki síðar en 11. ágúst en deildarkeppni Evrópudeildarinnar fer af stað 24. september.
Athugasemdir