Man Utd horfir til markvarðarins Martínez - Díaz vill fara frá Liverpool til Bayern
   þri 22. júlí 2025 14:16
Elvar Geir Magnússon
Romano búinn að setja stimpilinn á Gyökeres til Arsenal
Klappað og klárt!
Klappað og klárt!
Mynd: EPA
Félagaskiptafréttamaðurinn Fabrizio Romano er búinn að setja 'Here we go!' stimpilinn fræga á kaup Arsenal á Viktor Gyökeres frá Sporting Lissabon. Það má segja að stimpilinn megi þýða sem 'Klappað og klárt!' á íslenskri tungu.

Romano, sem er heimsfrægur fyrir að vera með puttann á púlsinum, segir að munnlegt samkomulag sé í höfn milli allra aðila eftir langar og strembnar viðræður. Sporting samþykkti síðasta tilboð Arsenal að verðmæti um 73,5 milljónir evra. Umboðsmaður sænska sóknarmannsins hafi lækkað sínar kröfur.

Gyökeres, sem er 27 ára og hefur raðað inn mörkum fyrir Sporting, hefur unnið hart að því að setja þrýsting á portúgalska félagið að selja sig til Arsenal og meðal annars skrópaði hann á æfingar.

Hann mun gera fimm ára samning við Arsenal en hann hafði ekki nokkurn áhuga á að fara í annað félag sem sýndi áhuga, þar á meðal Manchester United.


Athugasemdir
banner
banner