Guehi vill fara til Liverpool - Viðræður við Gordon ganga illa - Man Utd skoðar stjóra
   þri 22. ágúst 2023 13:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Leikmaður Vestra upplifði sig eftirsóttan: Þeir hringdu á hverjum degi
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Tarik Ibrahimagic ræddi við bold.dk og fór hann þar yfir félagaskipti sín til Vestra. Ibrahimagic gekk í raðir Vestra í glugganum, kom frá Danmörku og segir að Vestri hafi sýnt sér mjög mikinn áhuga.

„Það voru nokkur félög í myndinni, en ég valdi Vestra þar sem þeir höfðu gífurlega löngun til að fá mig í sínar raðir. Þeir hringdu á hverjum degi og ég kann að meta það. Ég upplifði að ég væri eftirsóttur og það lét mér líða eins og ég væri mikilvægur," sagði Ibrahimagic sem vildi prófa sig utan Danmerkur.

„Ég kom hingað til að komast frá Danmörku, prófa eitthvað nýtt og þar sem ég fengi að spila mikið."

Leikmaðurinn er 22 ára og segir að hann hafi byrjað vel hjá nýju félagi.

„Það var smá aðlögunartími þar sem tímabilið var í gangi þegar ég kom. Ég þurfti að ná hraðanum. Ég spilaði mínar fyrstu 90 mínútur á sunnudag, fyrstu 90 í mjög langan tíma, sem ég er mjög ánægður með. Þetta hefur verið frábært. Akkúrat núna erum við í 4. sæti og vonumst eftir því að fara upp."

Ibrahimagic er danskur og hittir fyrir þrjá danska leikmenn hjá Vestra.

„Það er fínt. Þeir hafa tekið vel á móti mér. Þeir þekkja umhverfið, þetta er ekki stærsta borgin, svo það er ekkert svo mikið að sjá, en þeir hafa hjálpað mér að koma mér í gang. Þeir hafa sýnt mér stuðning og félagið hefur einnig gert það og hjálpað mér," segir Ibrahimagic sem hefur spilað sex leiki fyrir Vestra frá komu sinni.

Á sínum tíma lék hann sjö leiki í dönsku Superliga fyrir OB. Samningur Ibrahimagic við Vestra gildir út næsta tímabil.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner