Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
   mán 22. september 2014 19:44
Jóhann Óli Eiðsson
Þórður Þórðar: Framtíðin er björt á Skaganum
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við vorum að spila á móti erfiðu silfurliði Breiðabliks en mér fannst við standa okkur vel,“ sagði Þórður Þórðarson eftir að ÍA hafði lotið í gras gegn Breiðabliki á útivelli. Lokatölur leiksins voru 3-1.

„Það vantaði herslumuninn í fyrri hálfleik hjá okkur og með smá heppni hefðum við getað sett mark í fyrri hálfleiknum. En svo fengum við gott mark í síðari hálfleik. Leikurinn var fínn hjá okkur. Við vorum skipulagðar í vörninni og reyndum að sækja hratt en það vantaði bara að skapa okkur sénsa líkt og í allt sumar.“

Annað mark heimastúlkna kom úr vítaspyrnu en í aðdraganda hennar virtist leikmaður Breiðabliks handleika knöttinn.

„Mér fannst boltinn klárlega fara í hendina á henni. Hendin á henni skaust upp í loftið og boltinn datt steindauður fyrir framan hana. En dómarinn var ekki sammála því þannig þetta hlýtur að hafa verið víti.“

„Ásta stóð sig frábærlega sem og allt liðið. Við skulum ekki gleyma því að við vorum með ellefu leikmenn úr öðrum og þriðja flokk í hóp sjá okkur og þar af voru sex úr öðrum flokk í byrjunarliðinu. Stelpurnar eiga stórt hrós skilið. Framtíðin er björt á Skaganum.“


Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner