Mateta og Abraham á lista Villa - Tveir leikmenn orðaðir við Man Utd - Tottenham vill fá Curtis Jones
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
   mán 22. september 2014 19:44
Jóhann Óli Eiðsson
Þórður Þórðar: Framtíðin er björt á Skaganum
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við vorum að spila á móti erfiðu silfurliði Breiðabliks en mér fannst við standa okkur vel,“ sagði Þórður Þórðarson eftir að ÍA hafði lotið í gras gegn Breiðabliki á útivelli. Lokatölur leiksins voru 3-1.

„Það vantaði herslumuninn í fyrri hálfleik hjá okkur og með smá heppni hefðum við getað sett mark í fyrri hálfleiknum. En svo fengum við gott mark í síðari hálfleik. Leikurinn var fínn hjá okkur. Við vorum skipulagðar í vörninni og reyndum að sækja hratt en það vantaði bara að skapa okkur sénsa líkt og í allt sumar.“

Annað mark heimastúlkna kom úr vítaspyrnu en í aðdraganda hennar virtist leikmaður Breiðabliks handleika knöttinn.

„Mér fannst boltinn klárlega fara í hendina á henni. Hendin á henni skaust upp í loftið og boltinn datt steindauður fyrir framan hana. En dómarinn var ekki sammála því þannig þetta hlýtur að hafa verið víti.“

„Ásta stóð sig frábærlega sem og allt liðið. Við skulum ekki gleyma því að við vorum með ellefu leikmenn úr öðrum og þriðja flokk í hóp sjá okkur og þar af voru sex úr öðrum flokk í byrjunarliðinu. Stelpurnar eiga stórt hrós skilið. Framtíðin er björt á Skaganum.“


Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner