Pickford framlengir við Everton - Barcelona hyggst kaupa Rashford - Ekki framlengt við Lewandowski
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
Sverrir Ingi: Ótrúleg niðurstaða miðað við leikmyndina
Ísak Bergmann: Það er bara óheyrt
Hákon Arnar þungur: Þetta er okkur að kenna
   mán 22. september 2014 19:44
Jóhann Óli Eiðsson
Þórður Þórðar: Framtíðin er björt á Skaganum
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við vorum að spila á móti erfiðu silfurliði Breiðabliks en mér fannst við standa okkur vel,“ sagði Þórður Þórðarson eftir að ÍA hafði lotið í gras gegn Breiðabliki á útivelli. Lokatölur leiksins voru 3-1.

„Það vantaði herslumuninn í fyrri hálfleik hjá okkur og með smá heppni hefðum við getað sett mark í fyrri hálfleiknum. En svo fengum við gott mark í síðari hálfleik. Leikurinn var fínn hjá okkur. Við vorum skipulagðar í vörninni og reyndum að sækja hratt en það vantaði bara að skapa okkur sénsa líkt og í allt sumar.“

Annað mark heimastúlkna kom úr vítaspyrnu en í aðdraganda hennar virtist leikmaður Breiðabliks handleika knöttinn.

„Mér fannst boltinn klárlega fara í hendina á henni. Hendin á henni skaust upp í loftið og boltinn datt steindauður fyrir framan hana. En dómarinn var ekki sammála því þannig þetta hlýtur að hafa verið víti.“

„Ásta stóð sig frábærlega sem og allt liðið. Við skulum ekki gleyma því að við vorum með ellefu leikmenn úr öðrum og þriðja flokk í hóp sjá okkur og þar af voru sex úr öðrum flokk í byrjunarliðinu. Stelpurnar eiga stórt hrós skilið. Framtíðin er björt á Skaganum.“


Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir