
Guðný í leik með FH sumarið 2018. Hún fór eftir það tímabil í Val þar sem hún lék í tvö tímabil áður en hún hélt til Ítalíu í atvinnumennsku.
Landsliðskonan Guðný Árnadóttir steig sín fyrstu skref í meistaraflokki hjá FH. Hún er í dag leikmaður AC Milan á Ítalíu.
Sjá einnig:
Guðný Árnadóttir: Ætlum okkur að ná í titil
Sjá einnig:
Guðný Árnadóttir: Ætlum okkur að ná í titil
FH hefur verið spútnikliðið í Bestu deildinni í sumar, spilað að margra mati skemmtilegasta fótboltann í deildinni.
Hvernig var að sjá liðið í sumar?
„Það var ótrúlega skemmtilegt, ég er mikill FH-ingur þannig að þetta gleður FH hjartað mjög mikið. Ég mætti á alla leikina í Kaplakrika á meðan ég var í fríi og það var mikil stemning."
„Ég hafði mjög gaman af þessu, langaði bara að vera með, ótrúlega skemmtilegt. Ég hefði haft mjög gaman af því að spila svona hátt og vera í miðri vörninni og taka löngu boltana," sagði Guðný.
Nýliðar FH eru sem stendur í sjötta sæti Bestu deildarinnar þegar tveir leikir eru eftir.
Guðný undirbýr sig núna fyrir leik Íslands og Wales í Þjóðadeildinni. Leikurinn hefst klukkan 18:00 og fer fram á Laugardalsvelli.
Athugasemdir