Heimild: ibv
Þorlákur Árnason hefur verið ráðinn sem nýr aðalþjálfari meistaraflokks karla hjá ÍBV og skrifar hann undir þriggja ára samning við félagið.
Þorlákur, betur þekktur sem Láki, er 55 ára gamall og hefur starfað víða um heim síðustu ár. Hann starfaði síðast sem aðalþjálfari hjá Damaiense í portúgalska kvennaboltanum en þar áður þjálfaði hann Þór í Lengjudeildinni.
Fyrir það starfaði Láki meðal annars sem yfirmaður akademíu Brommapojkarna í Svíþjóð og yfirmaður fótboltamála hjá fótboltasambandinu í Hong Kong.
Láki tekur við þjálfarastarfinu hjá ÍBV af Hermanni Hreiðarssyni, sem stýrði Eyjamönnum til sigurs í Lengjudeildinni í sumar og tryggði þar með sæti í Bestu deildinni á næsta ári.
Athugasemdir