Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 22. nóvember 2020 15:05
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Danmörk: Jafntefli í Íslendingaslag - Þriðja innkoma Svenna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
OB Odense 1 - 1 Sönderjyske

Sönderyske náði í jafntefli gegn OB í dönsku Superliga í Íslendingaslag í dag.

Þrír Íslendingar voru á bekknum hjá liðunum. Þeir Aron Elís Þrándarson og Sveinn Aron Guðjohnsen komu inn á hjá OB á 78. mínútu en Ísak Óli Ólafsson var ónotaður varamaður hjá Sönderjyske. OB komst yfir á 83. mínútu en Sönderjyske jafnaði metin er Jeppe Tverskov varð fyrir því óláni að skora í eigið net í uppbótartíma.

Svenni var að taka þátt í sínum þriðja deildarleik með OB en hann er á láni frá Spezia á Ítalíu. Þetta er í fyrsta sinn í mánuð sem Sveinn Aron er hluti af leikmannahópi OB á leikdegi. Svenni er ásamt Ísaki hluti af U21 árs landsliðinu sem fer á lokamót EM á næsta ári. OB er 8. sæti með ellfu stig eftir níu leiki á meðan Sönderjyske er á toppnum eins og staðan er núna.

Nú rétt áðan var að hefjast Íslendingaslagur AGF og Midtjylland. Þar eru þeir Jón Dagur Þorsteinsson og Mikael Neville Anderson á bekknum hjá sínum liðum.
Athugasemdir
banner
banner
banner