Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 23. janúar 2021 10:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Enskur táningur Bayern á óskalista stærstu félaga Englands
Powerade
Musiala hefur spilað með aðalliði Bayern á tímabilinu.
Musiala hefur spilað með aðalliði Bayern á tímabilinu.
Mynd: Getty Images
Fær Moyes nýjan samning?
Fær Moyes nýjan samning?
Mynd: Getty Images
Þá er komið að slúðrinu á þessum laugardegi.



Declan Rice (21), miðjumaður West Ham, gæti verið fáanlegur á 50 milljónir punda í sumar. Chelsea, Liverpool, Manchester City og Manchester United gætu barist um undirskrift hans. (90 min)

Það er forgangsatriði hjá Liverpool að gefa varnarmanninum Virgil van Dijk (29) nýjan samning áður en hugsað verður um nýjan samning fyrir Mohamed Salah (28). (Eurosport)

Paul Pogba (27) ætlar ekki að hugsa um framtíð sína hjá félaginu fyrr en eftir tímabilið þar sem United er titilbaráttu. (Mail)

Arsenal er að hugsa um að reyna að fá vinstri bakvörðinn Ryan Bertrand (31) frá Southampton til að veita Kieran Tierney samkeppni. Samningur Bertrand rennur út eftir tímabilið. (Evening Standard)

Arsenal telur sig vera að fá Martin Ödegaard (22), norskan miðjumann á láni frá Real Madrid. (Goal)

Miðvörðurinn Raphael Varane (27) vill fara frá Real Madrid. (Sport)

Jose Mourinho, stjóri Tottenham, sagðist ekki vera í leit að sóknarmanni þegar hann var spurður út í sögusagnir um áhuga Spurs á Danny Ings (28), sóknarmanni Southampton. (Express)

Brendan Rodgers, stjóri Leicester, gæti leitað til síns fyrrum félags, Celtic, í leit að arftaka Jamie Vardy fyrir framtíðina. Þá er verið að tala um Odsonne Edouard (23), franskan sóknarmann Celtic. (Talksport)

Crystal Palace er til í að selja Christian Benteke (30) og hefur West Brom sýnt áhuga. (Mail)

West Ham er að íhuga að gefa David Moyes, stjóra sínum, nýjan samning eftir tímabilið. (Guardian)

Liverpool og Manchester United eru að fylgjast með stöðunni hjá Jamal Musiala (17), miðjumanni Bayern München. Musiala fór frá Chelsea til Bayern á síðasta ári en samningur hans við Bayern er til 2022 og sögur eru um að það gangi illa að endursemja við hann. Musiala hefur spilað 13 leiki í þýsku úrvalsdeildinni á tímabilinu. (Express)

Spænska félagið Sevilla vill fá Papu Gomez (32) á láni frá Atalanta á Ítalíu, með möguleika á að kaupa hann svo fyrir 8 milljónir evra. (Tuttomercatoweb)

Umboðsmaður Facundo Pellistri, leikmanns Manchester United, segir að leikmaðurinn sé í viðræðum um að fara á láni í þessum mánuði. (MEN)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner