Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   lau 23. janúar 2021 14:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fótbolta.net mótið: Selfoss með endurkomusigur á ÍBV
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Selfoss 2 - 1 ÍBV
0-1 Sigurður Arnar Magnússon
1-1 Jón Vignir Pétursson
2-1 Þorsteinn Daníel Þorsteinsson

Selfoss lagði ÍBV að velli þegar liðin áttust við í B-deild Fótbolta.net mótsins í dag. Leikið var á Selfossi.

Það voru gestirnir frá Vestmannaeyjum sem tóku forystuna í leiknum þegar Sigurður Arnar Magnússon skoraði með skalla eftir flotta fyrirgjöf.

Selfoss jafnaði fyrir leikhlé og var þar að verki Jón Vignir Pétursson, strákur fæddur 2003. Hann tók boltann á lofti og smellti honum í netið, virkilega fallegt mark.

Selfoss fékk svo vítaspyrnu í seinni hálfleiknum sem Þorsteinn Daníel Þorsteinsson skoraði úr.

ÍBV náði ekki að svara því og lokatölur 2-1 fyrir Selfoss sem er með fjögur stig, eins og Njarðvík, eftir tvo leiki. ÍBV er með þrjú stig og Víkingur Ólafsvík er án stiga í þessum riðli.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner