 
                                                                                        
                        
                                    
                                                    
                
                                                                
                Það voru hvorki meira né minna en þrír Íslendingar í byrjunarliði Le Havre í frönsku úrvalsdeildinni í dag. 
                
                
                                    Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir, Anna Björk Kristjánsdóttir og Berglind Björg Þorvaldsdóttir voru allar í byrjunarliði Le Havre og spiluðu þær allan leikinn gegn Issy á heimavelli.
Svo fór að leikurinn endaði með markalausu jafntefli en Le Havre er á botni frönsku úrvalsdeildarinnar. Berglind skoraði í uppbótartíma en markið var dæmt af vegna rangstöðu.
Le Havre hefur ekki átt góðu gengi að fagna en liðið hafði tapað átta leikjum í röð fyrir leikinn í dag. Þetta var fyrsti leikur liðsins á nýju ári og fyrstu leikur Andreu með liðinu.
Þrátt fyrir slakt gengi að undanförnu er liðið aðeins tveimur stigum frá öruggu sæti og nægur tími til stefnu.
Bordeaux vann öruggan 7-1 sigur á Reims í frönsku deildinni. Þar kom Svava Rós Guðmundsdóttir inn af bekknum eftir rúman klukkutíma. Hennar fyrsti leikur fyrir félagið sem er í þriðja sæti.
Athugasemdir
                                                                
                                                        
 
         
         
     
             
                    
        
         
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                            
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                        
                        
        
         
                

