Real vill Branthwaite - Napoli sýnir Höjlund áhuga - Livramento og Cambiaso orðaðir við City
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
Steini: Óvissa með leikkerfið en undirbúum okkur undir bæði
Sölvi Geir: Allir Víkingar mega vera stoltir af þessu liði
   lau 23. janúar 2021 15:18
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Siggi Raggi: Margt sem við getum lært á leiknum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þeir eru komnir lengra en við og það var mikill munur á liðunum í dag," sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson, annar af aðalþjálfurum Keflavíkur, eftir 6-1 tap gegn Breiðabliki í Fótbolta.net mótinu í dag.

Keflavík, sem leikur í Pepsi Max-deildinni næsta sumar, vann FH 2-1 um síðustu helgi en var kippt niður á jörðina í dag.

„Það er margt sem við getum lært á leiknum. Það er ágætt stundum að fá á kjaftinn og sjá hvað maður getur bætt sig í og lært af. Við vitum að Blikarnir eru sennilega besta 'possession' liðið á Íslandi í dag, eru taktískt góðir og með ótrúlega breiðan leikmannahóp. Við vorum í smá basli í dag."

„Það eru margir mánuðir í mót ennþá, og nægur tími til að styrkja liðið. Okkur vantar svo sem okkar erlendu leikmenn sem styrkja liðið okkar mikið. Það er samt ekki afsökun að fela sig á bak við það, við getum gert betur, eigum að gera betur og erum vanir að gera betur."

Ástbjörn Þórðarson var keyptur til Keflvíkur frá KR, en það var tilkynnt í gær.

„Hann eykur samkeppnina í hópnum okkar. Hann hefur mest verið hægri bakvörður, en hann er fjölhæfur og getur leyst margar stöður. Hann hefur reynslu úr Pepsi Max-deildinni, einn af örfáum leikmönnum okkar sem hefur reynslu úr þeirri deild."

„Það er stórt skref að fara upp á milli deilda. Við þurfum að vera þolinmóðir og hjálpa strákunum að aðlagast því," sagði Siggi Raggi en hann á von á frekari styrkingu á næstunni.
Athugasemdir
banner
banner