Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Segir íslenska liðið betra en það ísraelska - Þakkar Mikael fyrir sitt framlag
Alfreð um ummæli Hareide: Kem alltaf með sama markmið í landsliðið
Númi: Það er ein helsta ástæðan fyrir því að ég fór í Bestu
Siggi Höskulds um Gylfa: Þetta mun sprengja deildina
Blikar tóku ekki þátt í kapphlaupinu um Gylfa - „Tökum honum fagnandi"
Vildi finna hamingjuna aftur - „Ótrúlega erfitt andlega"
„Hugsaði allan tímann um hversu geggjað það væri að gera þetta með Fram"
Ein sú besta frá því í fyrra samdi í Víkinni - „Mikill meðbyr í kringum félagið"
Axel Óskar: KR langskemmtilegasti og mest spennandi kosturinn
Varð strax forvitinn um Breiðablik - „Fótboltinn hérna er sterkari"
Markakóngurinn mættur í Kópavog - „Búinn að segja mér marga góða hluti"
Birkir aftur heim í Þorpið - „Búið að vera í hausnum á manni lengi"
Á leið í fimmta tímabilið á Íslandi - „Ánægður að þeir völdu mig"
Sjáðu þrumuræðu Þorvalds Örlygssonar sem tryggði honum formannsembættið
Ingibjörg: Hafði alltaf trú
Telma: Vissi að við kæmum brjálaðar til baka
Sveindís: Lofaði að bæta upp fyrir það og fannst ég gera það
Glódís: Við sem leikmenn, þjóðin og KSÍ þurfum öll að stíga upp
„Búin að fá einhverja Twitter-kalla á sig en gerir okkur að sterkara liði"
Steini: Allt í lagi á meðan maður fær ekki slag
   lau 23. janúar 2021 15:18
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Siggi Raggi: Margt sem við getum lært á leiknum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þeir eru komnir lengra en við og það var mikill munur á liðunum í dag," sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson, annar af aðalþjálfurum Keflavíkur, eftir 6-1 tap gegn Breiðabliki í Fótbolta.net mótinu í dag.

Keflavík, sem leikur í Pepsi Max-deildinni næsta sumar, vann FH 2-1 um síðustu helgi en var kippt niður á jörðina í dag.

„Það er margt sem við getum lært á leiknum. Það er ágætt stundum að fá á kjaftinn og sjá hvað maður getur bætt sig í og lært af. Við vitum að Blikarnir eru sennilega besta 'possession' liðið á Íslandi í dag, eru taktískt góðir og með ótrúlega breiðan leikmannahóp. Við vorum í smá basli í dag."

„Það eru margir mánuðir í mót ennþá, og nægur tími til að styrkja liðið. Okkur vantar svo sem okkar erlendu leikmenn sem styrkja liðið okkar mikið. Það er samt ekki afsökun að fela sig á bak við það, við getum gert betur, eigum að gera betur og erum vanir að gera betur."

Ástbjörn Þórðarson var keyptur til Keflvíkur frá KR, en það var tilkynnt í gær.

„Hann eykur samkeppnina í hópnum okkar. Hann hefur mest verið hægri bakvörður, en hann er fjölhæfur og getur leyst margar stöður. Hann hefur reynslu úr Pepsi Max-deildinni, einn af örfáum leikmönnum okkar sem hefur reynslu úr þeirri deild."

„Það er stórt skref að fara upp á milli deilda. Við þurfum að vera þolinmóðir og hjálpa strákunum að aðlagast því," sagði Siggi Raggi en hann á von á frekari styrkingu á næstunni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner