Liverpool og Man Utd á eftir ungum framherja - Rodrygo vill fara frá Real Madrid - Rogers orðaður við Chelsea
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
banner
   lau 23. janúar 2021 15:18
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Siggi Raggi: Margt sem við getum lært á leiknum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þeir eru komnir lengra en við og það var mikill munur á liðunum í dag," sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson, annar af aðalþjálfurum Keflavíkur, eftir 6-1 tap gegn Breiðabliki í Fótbolta.net mótinu í dag.

Keflavík, sem leikur í Pepsi Max-deildinni næsta sumar, vann FH 2-1 um síðustu helgi en var kippt niður á jörðina í dag.

„Það er margt sem við getum lært á leiknum. Það er ágætt stundum að fá á kjaftinn og sjá hvað maður getur bætt sig í og lært af. Við vitum að Blikarnir eru sennilega besta 'possession' liðið á Íslandi í dag, eru taktískt góðir og með ótrúlega breiðan leikmannahóp. Við vorum í smá basli í dag."

„Það eru margir mánuðir í mót ennþá, og nægur tími til að styrkja liðið. Okkur vantar svo sem okkar erlendu leikmenn sem styrkja liðið okkar mikið. Það er samt ekki afsökun að fela sig á bak við það, við getum gert betur, eigum að gera betur og erum vanir að gera betur."

Ástbjörn Þórðarson var keyptur til Keflvíkur frá KR, en það var tilkynnt í gær.

„Hann eykur samkeppnina í hópnum okkar. Hann hefur mest verið hægri bakvörður, en hann er fjölhæfur og getur leyst margar stöður. Hann hefur reynslu úr Pepsi Max-deildinni, einn af örfáum leikmönnum okkar sem hefur reynslu úr þeirri deild."

„Það er stórt skref að fara upp á milli deilda. Við þurfum að vera þolinmóðir og hjálpa strákunum að aðlagast því," sagði Siggi Raggi en hann á von á frekari styrkingu á næstunni.
Athugasemdir
banner