Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 23. janúar 2023 14:59
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Everton búið að reka Lampard
Rekinn
Rekinn
Mynd: Getty Images
Everton er búið að reka stjórann Frank Lampard, frá þessu greinir Mail á Englandi en félagið hefur ekki staðfest tíðindin.

Everton er í níjánda sæti deildarinnar og hefur einungis fengið fimm stig úr síðustu tólf leikjum. Um helgina tapaði liðið 2-0 á útivelli gegn West Ham. Liðið er alls með fimmtán stig eftir tuttugu leiki, tveimur stigum frá öruggu sæti.

Lampard ræddi við forseta og stjórnarformann félagsins um helgina og þá var ákveðið að það þyrfti að breyta til á Goodison Park.

Leighton Baines og Paul Tait eru sagðir líklegir til að stýra æfingum þar til næsti stjóri verður ráðinn.

Á síðustu vikum hefur Everton tapað gegn Wolves, West Ham og Southampton sem eru lið sem einnig eru í fallbaráttu.

Alls vann Lampard tólf af 44 leikjum sínum sem stjóri Everton, það gerir 27% sigurhlutfall. Hann tók við í janúar 2022, ári eftir að hann var látinn fara sem stjóri Chelsea. Áður stýrði þessi Chelsea goðsögn liði Derby.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 34 24 5 5 82 26 +56 77
2 Liverpool 34 22 8 4 75 34 +41 74
3 Man City 32 22 7 3 76 32 +44 73
4 Aston Villa 34 20 6 8 71 50 +21 66
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Man Utd 33 16 5 12 51 50 +1 53
7 Newcastle 33 15 5 13 69 54 +15 50
8 West Ham 34 13 9 12 54 63 -9 48
9 Chelsea 32 13 8 11 61 57 +4 47
10 Bournemouth 34 12 9 13 49 60 -11 45
11 Brighton 32 11 11 10 52 50 +2 44
12 Wolves 34 12 7 15 46 54 -8 43
13 Fulham 34 12 6 16 50 54 -4 42
14 Crystal Palace 34 10 9 15 44 56 -12 39
15 Brentford 34 9 8 17 52 59 -7 35
16 Everton 34 11 8 15 36 48 -12 33
17 Nott. Forest 34 7 9 18 42 60 -18 26
18 Luton 34 6 7 21 47 75 -28 25
19 Burnley 34 5 8 21 37 69 -32 23
20 Sheffield Utd 34 3 7 24 33 92 -59 16
Athugasemdir
banner
banner
banner