Rashford, Sesko, Walker, Garnacho, Vlahovic, Cunha, Pogba, Dorgu og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 23. janúar 2025 22:41
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Amorim: Tókum okkur saman í andlitinu eftir síðasta leik
Mynd: EPA
Rúben Amorim var sáttur eftir sigur Man Utd gegn Rangers í deildakeppni Evrópudeildarinnar í kvöld.

„Við gerðum vel. Við spiluðum betur með boltann, við byrjuðum vel en svo misstum við tökin á leiknum út af einhverjum slæmum ákvörðunum en strákarnir gerðu vel. Við vorum nálægt því að skora annað því við fengum mörg tækifæri, það er erfitt að koma til baka," sagði Amorim.

Amorim var ánægður með svarið sem hann fékk eftir tap gegn Brighton um síðustu helgi.

„Við erum ekki upp á okkar besta en við tókum okkur saman í andlitinu eftir síðasta leik. Ég veit að þetta er annar andsætðingur, leikurinn var ekki hraður. Maður sér tengingarnar, við þurfum samt að vera klínískari á réttum augnablikum því það hjálpar okkur mikið."

Man Utd er í 4. sæti deildarinnar en átta efstu liðin komast beint áfram í 16-liða úrslitin. Það er mikilvægt fyrir United að gera það að mati Amorim.

„Það er tveggja vikna frí til að undirbúa okkur fyrir úrvalsdeildina svo það er mjög mikilvægt að halda okkur í þessari stöðu," sagði Amorim.
Athugasemdir
banner
banner
banner