Rashford, Sesko, Walker, Garnacho, Vlahovic, Cunha, Pogba, Dorgu og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 23. janúar 2025 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
Hjörtur Hermanns: Við áttum bara ekki samleið
Skrifaði undir eins og hálfs árs samning við Volos fyrr í þessum mánuði.
Skrifaði undir eins og hálfs árs samning við Volos fyrr í þessum mánuði.
Mynd: Volos
Hjörtur er 29 ára varnarmaður sem á að baki 28 landsleiki. Hann var fyrst valinn í hópinn árið 2015.
Hjörtur er 29 ára varnarmaður sem á að baki 28 landsleiki. Hann var fyrst valinn í hópinn árið 2015.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hjörtur er uppalinn hjá Fylki en hefur verið erlendis hjá PSV, Gautaborg, Bröndby, Pisa, Carrarese og nú Volos.
Hjörtur er uppalinn hjá Fylki en hefur verið erlendis hjá PSV, Gautaborg, Bröndby, Pisa, Carrarese og nú Volos.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hjörtur ræðir um landsliðið í seinni hluta viðtalsins.
Hjörtur ræðir um landsliðið í seinni hluta viðtalsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Ég hef líka verið heppinn að hafa fengið að koma fram fyrir land og þjóð. Það hjálpaði líka að ég hafði spilað landsleiki og hafði sýnt mig þar.'
'Ég hef líka verið heppinn að hafa fengið að koma fram fyrir land og þjóð. Það hjálpaði líka að ég hafði spilað landsleiki og hafði sýnt mig þar.'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er gaman að koma í nýtt umhverfi og á nýjan stað, þetta er búið að fara fínt af stað," segir Hjörtur Hermannsson sem gekk fyrr í þessum mánuði í raðir gríska félagsins frá Volos. Volos er hafnarborg við glæsilegan flóa á austurströnd Grikklands.

„Þetta er fyrir Miðjarðarhafi eins og ströndin í Pisa. Þetta er ekki stórkostlegur munur en það er einhver menningarmunur á Grikkjunum og Ítölunum."

Það er aðalástæðan
Hjörtur hélt til Grikklands eftir að hafa verið hjá Carrarese í næstefstu deild Ítalíu í hálft tímabil.

„Volos var búið að eltast við mig í svolítinn tíma, sýndi mér mikinn áhuga og lagði mikla áherslu á að fá mig. Þetta var svolítið langur dans sem við dönsuðum en að lokum fundum við lausn á þessu saman. Ég er kominn hingað til að spila, sem er eitthvað sem ég var ekki að gera síðasta hálfa árið. Það er aðalástæðan fyrir því að ég er hérna."

Stundum ganga hlutirnir ekki upp í fótboltanum
Hjörtur yfirgaf Pisa og samdi við Carrarese síðasta sumar og lék þrjá leiki með liðinu í september áður en hann var settur til hliðar. Á hvaða tímapunkti hugsaðir þú að þú yrðir mögulega að fara frá félaginu?

„Það var bara mjög fljótlega. Við áttum bara ekki samleið eiginlega alveg frá upphafi. Ég færði mig um set einhverjar 40 mínútur á Ítalíu og eins og stundum í fótboltanum þá gengu hlutirnir ekki upp. Það var orðið frekar ljóst mjög snemma að ég þyrfti að breyta eitthvað til í janúar. Þá kom þessi möguleiki að breyta til, komast inn á nýjan markað, spila í nýrri deild. Þetta er þrusu deild og hér get ég gert það sem ég vil gera, sem er að spila fótbolta. Það hefur allavega gengið eftir þessar fyrstu vikur hérna og vonandi verður bara áframhald af því."

Búinn að skapa sér ákveðið nafn
Varstu stressaður að áhuginn á þér yrði mögulega lítill þar sem þú hafðir spilað þetta fáa leiki síðustu mánuði?

„Nei, ég hafði engar áhyggjur af því. Án þess að vera eitthvað of kokhraustur þá er maður búinn að lifa og hrærast í þessu í þónokkuð mörg ár erlendis og er búinn að skapa mér ákveðið nafn og virðingu fyrir það sem maður er búinn að gera. Ég hef líka verið heppinn að hafa fengið að koma fram fyrir land og þjóð. Það hjálpaði líka að ég hafði spilað landsleiki og hafði sýnt mig þar. Það voru einhverjir möguleikar í stöðunni og ég mat langmest spennandi að prófa eitthvað alveg nýtt. Ég sé allavega ekki eftir því núna."

Best að slíta á samstarfið
Voru einhver meiðsli eða var Hjörtur einfaldlega settur út úr hópnum hjá Carrarese?

„Ég kom meiddur til félagsins, hafði meiðst undir lok síðasta tímabils með Pisa. Ég var ekki í mínu besta formi, þó ásættanlegu, en var kannski flýtt aðeins um of til baka inn á völlinn enda var ég hugsaður í stórt hlutverk. Þetta byrjaði helvíti bratt, var ekki kominn í mitt besta form þegar ég spilaði fyrsta leikinn, fór svo í septemberleikina með landsliðinu og þeir skildu ekki alveg af hverju mér gekk svona vel með landsliðinu en hafði ekki náð að sýna mitt rétta andlit hjá þeim. Það var bara ekki mikil þolinmæði og skilningur fyrir stöðunni. Við áttum bara því miður ekki samleið, það var því bara best að slíta á það samstarf og leita á nýja staði."

Var flókið fyrir þig að fá þig lausan frá Carrarese?

„Það var smá ferli, var ekkert auðvelt en þegar viljinn er fyrir hendi þá finnast alltaf einhverjar lausnir. Blessunarlega tókst það. Ég ber engan kala til þeirra og vonandi þeir ekki til mín heldur, svona fór þetta bara."

Stefnt á möguleikann á Sambandsdeildarsæti
Volos er í neðri hluta grísku deildarinnar, liðið situr í 11. sæti í 14 liða deild þegar sjö umferðir eru eftir af deildarkeppninni. Þá er deildinni skipt upp í þrjá hluta. Volos setti markmiðið á að enda í miðjuhlutanum þar sem barist er um Sambandsdeildarsæti en liðið er sem stendur fjórum stigum frá því.

„Það er og var markmiðið. Það eru margir sex stiga leikir framundan og ef allt fer á besta veg þá ættum við að geta komist þangað."

Efstu fjögur liðin í grísku deildinni eru þekktar stærðir; Olympiakos, Panathinaikos, AEK Aþena og PAOK. Volos vann PAOK á útivelli í fyrsta leik Hjartar en tapaði svo gegn Kallithea, sem er neðar en Volos í töflunni, í leik tvö.

„Fyrstu viðbrögð við deildinni eru þau að þetta er bara hörkudeild, góðir leikmenn og sterk lið."

Kom þér á óvart að fara beint inn í liðið og spila 90 mínútur strax í fyrsta leik eftir að hafa spilað lítið í vetur?

„Já og nei. Þeir voru náttúrulega búnir að eltast lengi við mig og voru búnir að sýna í verki að þeir hefðu mikinn áhuga á mér. Það var orðið ansi langt síðan ég spilaði 90 mínútur. Ég er bara gífurlega ánægður að vera kominn í þá stöðu að geta sýnt mig og sannað á ný af því ég á nóg eftir af tankinum."

Eins og sjómaður þangað til fjölskyldan kemur
Hjörtur býr þessar fyrstu vikur í Grikklandi á hóteli. „Vonandi kemst ég í hús um mánaðamótin og þá get ég farið í að flytja fjölskylduna hingað. Þessar fyrstu vikur er maður bara eins og sjómaður, er bara einn upp á hóteli og sinni minni vinnu."

Þriðji leikur Hjartar með Volos er heimaleikur sem fram fer á morgun gegn gamla Íslendingaliðinu Atromitos.
Athugasemdir
banner
banner