Rashford, Sesko, Walker, Garnacho, Vlahovic, Cunha, Pogba, Dorgu og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 23. janúar 2025 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Heimild: Norrköping.se 
Ísak fékk matareitrun og léttist um sex kíló
Mynd: Guðmundur Svansson
Ísak Andri Sigurgeirsson, leikmaður Norrköping, sagði frá slæmri lífsreynslu fyrir áramót á heimasíðu félagsins. Hann var í fríi í Taílandi og fékk matareitrun síðasta daginn.

„Þetta var slæmt, ég ældi alla nóttina. Ég lá í rúminu í sirka viku áður en þetta fór að lagast og ég léttist um fimm til sex kíló. Ég er rétt að ná mér núna en er ekki alveg orðinn 100 prósent. Kannski 85 prósent. Ég verð orðinn góður fyrir æfingaferðina," sagði Ísak.

Sænsku deildinni lauk í nóvember, liðið er byrjað að undirbúa sig fyrir nýtt tímabil en sænski bikarinn hefst í febrúar.

Ísak var á sínu öðru tímabili með liðinu í fyrra en hann gekk til liðs við félagið frá Stjörnunni árið 2023. Hann kom við sögu í 19 deildarleikjum, skoraði fjögur mörk og lagði upp tvö.

„TIl að vera hreinskilinn, þá var síðasta ár erfitt. Mikið upp og niður, kannski meira niður en upp. Ég spilaði ekki mikið fyrir sumarfrí, svo spilaði ég meira en þetta var erfitt ár fyrir mig persónulega og fyrir liðið," sagði Ísak en liðið hafnaði í 11. sæti, aðeins þremur stigum frá fallsæti.

„Þetta var erfitt fyrir alla en manni líður eins og við séum á réttri leið og allir að róa í sömu átt. Ég held að þetta verði gott ár."
Athugasemdir
banner
banner
banner