banner
   fim 23. janúar 2025 11:30
Elvar Geir Magnússon
Marmoush: Ég er hættulegur
Marmoush skrifaði undir samning til sumarsins 2029.
Marmoush skrifaði undir samning til sumarsins 2029.
Mynd: Manchester City
Egypski framherjinn Omar Marmoush var í morgun kynntur sem nýr leikmaður Manchester City.

„Manchester City hefur verið eitt stærsta félag heims yfir síðasta áratug. Það er heiður fyrir mig og fjölskyldu mína að vera fulltrúi Manchester City. Það gerir þau ánægð og mig ánægðan að draumar mínir verði að veruleika," segir þessi 25 ára leikmaður.

„Síðustu tvö tímabil hafa verið virkilega góð en þetta er bara byrjunin fyrir mig."

Marmoush býr yfir fjölhæfni í sóknarleiknum, getur leikið í fremstu víglínu, í holunni eða sem vængmaður.

„Ég er snöggur, góður á boltann og reyni að finna svæði. Og ég er hættulegur. En helsti styrkleiki minn er að ég vil allta vinna. Þannig er ég sem karakter."

Marmoush hefur skorað 37 mörk og átt 20 stoðsendingar í 67 leikjum síðan hann kom til Frankfurt sumarið 2023.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 11 8 2 1 20 5 +15 26
2 Man City 11 7 1 3 23 8 +15 22
3 Chelsea 11 6 2 3 21 11 +10 20
4 Sunderland 11 5 4 2 14 10 +4 19
5 Tottenham 11 5 3 3 19 10 +9 18
6 Aston Villa 11 5 3 3 13 10 +3 18
7 Man Utd 11 5 3 3 19 18 +1 18
8 Liverpool 11 6 0 5 18 17 +1 18
9 Bournemouth 11 5 3 3 17 18 -1 18
10 Crystal Palace 11 4 5 2 14 9 +5 17
11 Brighton 11 4 4 3 17 15 +2 16
12 Brentford 11 5 1 5 17 17 0 16
13 Everton 11 4 3 4 12 13 -1 15
14 Newcastle 11 3 3 5 11 14 -3 12
15 Fulham 11 3 2 6 12 16 -4 11
16 Leeds 11 3 2 6 10 20 -10 11
17 Burnley 11 3 1 7 14 22 -8 10
18 West Ham 11 3 1 7 13 23 -10 10
19 Nott. Forest 11 2 3 6 10 20 -10 9
20 Wolves 11 0 2 9 7 25 -18 2
Athugasemdir
banner