Kieran Tierney, bakvörður Arsenal, er við það að skrifa undir samning við uppeldisfélag sitt, Celtic í Skotlandi.
Tierney verður samningslaus hjá Arsenal og snýr því aftur til Celtic á frjálsri sölu. Krafta hans var ekki lengur óskað hjá Arsenal.
Tierney verður samningslaus hjá Arsenal og snýr því aftur til Celtic á frjálsri sölu. Krafta hans var ekki lengur óskað hjá Arsenal.
Þýsku meistararnir í Bayer Leverkusen, Sevilla á Spáni og Juventus á Ítalíu hafa einnig sýnt Tierney áhuga. En hann ætlar sér að fara aftur heim til Skotlands.
Tierney, sem er 27 ára, gekk í raðir Arsenal frá Celtic fyrir sex árum en hefur lítið sem ekkert spilað með Lundúnafélaginu síðan 2023.
Á síðasta tímabili var hann á láni hjá Real Sociedad og þá hefur hann aðeins spilað einn leik í deildabikar á þessu tímabili. Hann var meiddur fyrri hlutann en meira og minna þurft að sætta sig við bekkjarsetu síðan.
Athugasemdir